Fangi opnar sportbar og veitingahús í Árbænum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Guðmundur hefur opnað veitingahúsið Rakang Thai. Fréttablaðið/Þórsteinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira