Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. júlí 2018 20:17 Fundurinn í dag bar ekki árangur. Að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar. Vísir/Stöð 2 Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45