Meirihluti fyrstu kaupenda fær aðstoð ættingja eða vina Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 14:15 Una Jónsdóttir er hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. ÍLS Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Aldur fyrstu fasteignakaupenda fer sífellt hækkandi og meirihluti leigjenda telur ólíklegt að fara inn á markaðinn í bráð. Þá fær meirihluti fyrstu kaupenda aðstoð frá ættingjum eða vinum. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þannig voru fyrstu kaupendur fyrir 1970 að meðaltali 22 ára gamlir, en milli 2000 og 2018 var meðalaldurinn 28 ár. Þegar litið er styttra aftur í tímann má enn fremur sjá nokkuð hraðar breytingar, en milli 2000 og 2009 var 41 prósent fyrstu kaupenda yngri en 25 ára. Eftir 2010 voru hins vegar aðeins 28 prósent fyrstu kaupenda undir 25 ára aldri. Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, segir margt benda til þess að sjaldan hafi verið erfiðara að kaupa íbúð. „Þessar niðurstöður eru allavega sterk vísbending um það að annað hvort er erfiðara að festa kaup á sinni fyrstu fasteign eða að fólk kjósi einfaldlega að gera það síðar á lífsleiðinni. En það að við sjáum einnig fleiri fá aðstoð frá ættingjum og vinum er kannski ennþá sterkari vísbending um að það sé erfiðara að kaupa íbúð,“ segir Una. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að leigjendur séu ólíklegir til að ráðast í fasteignakaup, en í könnun sjóðsins telja 89 prósent leigjenda líklegt eða öruggt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Þá telja 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líklegt að þeir færi sig yfir á leigumarkaðinn á næstu 6 mánuðum. Una segir að þó vissulega geti verið erfitt að safna fyrir útborgun eftir langan tíma á leigumarkaði sé einnig hugsanlegt að nýleg þróun leigumarkaðarins hafi eitthvað að segja, til að mynda innkoma almennra leiguíbúða sem fjármagnaðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum. „Svo má einmitt líka leiða hugann að því hvort að leigumarkaðurinn sé ekki bara að festa sig aðeins í sessi og fólk geti kannski bara hugsað sér að vera þar til lengri tíma.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Fasteignamat hækkar um 12,8 prósent Hækkar mest í Reykjanesbæ. 1. júní 2018 12:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00