Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Benedikt Bóas skrifar 10. júlí 2018 06:00 Haukur Harðarson og Guðmundur Benediktsson hafa skilað mótinu heim í stofu landsmanna með sóma. Guðmundur sest á bekkinn eftir undanúrslitin en hann er þekktasti íþróttalýsir landsins fyrr og síðar Vísir/Getty Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Haukur Harðarson mun lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Bjarni Guðjónsson mun lýsa með honum en gestastofan yfir úrslitaleiknum er í örlitlu limbói því Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið boðið hlutverk knattspyrnuspekings erlendis. Eiður hefur staðið sig vel sem knattspyrnuspekingur og talar auk þess fjölmörg tungumál reiprennandi. Það kemur því ekki á óvart að erlendar stöðvar falist eftir kröftum hans. Haukur segist stoltur af því að fá að lýsa úrslitaleiknum og segir að undirbúningur sé mótið sjálft. „Maður hefur horft á hvern einasta leik og maður trúir varla að maður sé í vinnunni, þetta er búið að vera það skemmtilegt. Ég hef stundum sagt að þetta sé eins og að læra undir próf í fagi sem maður kann mikið um fyrir. Það þarf að kafa svolítið djúpt og vera með fullt af punktum og fróðleik sem maður notar ekki nema að litlum hluta. Ég er yfirleitt með fleiri punkta en ég sé fram á að nota.“ Bjarni og Haukur hafa áður lýst saman og myndað gott lýsingarteymi. „Með þessu er verið að stækka útsendinguna og gera hana hátíðlegri.“ Haukur segir að hann muni vera mættur til vinnu snemma á sunnudag til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn. „Ég held að ég fari í heita sturtu og fái mér jafnvel te með hunangi, eitthvað sem ég geri aldrei. Aðeins að mýkja röddina. Álagsmeiðslin koma víða fram,“ segir hann og hlær. Hauki er boðið í brúðkaup á laugardag og ætlar hann að haga sér vel. Vera kominn snemma heim enda ekki í boði að mæta illa fyrirkallaður í svona útsendingu. „Ég verð rólegur og á bíl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Færeyingar fá Gumma Ben í stað Dana Flestir Færeyingar halda með Íslandi á yfirstandandi heimsmeistaramóti. Fjöldi manns horfir á leikinn á útiskjá í Þórshöfn. Danskir lýsendur þóttu leiðinlegir og verður skipt út í dag. Færeyingar gætu átt raunhæfan séns á að verða fámennasta þjóð til að komast á stórmót. 22. júní 2018 08:00