Íslensk ofurtölva nýtt í meðferð á heilablóðfalli Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:15 Hátæknifyrirtækið Advania Data Centers rekur ofurtölvuþjónustu sem meðal annars er nýtt í tilraunir á sviði læknavísinda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira