Erlendir ferðamenn leigja bíla í skemmri tíma en verið hefur Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Dregið hefur úr fjölgun bílaleigubíla í umferð eftir mikinn vöxt undanfarin ár. Ferðamenn leigja nú bíla í styttri tíma en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira