Hellir víni í glös í stað þess að hella víni í sig Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Dóri segist ekki hafa brugðið sér í hlutverk barþjónsins síðan í fimmtugsafmæli móður sinnar FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN „Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira