Baldur: Gerðum heiðarlega tilraun Þór Símon Hafþórsson skrifar 26. júlí 2018 21:31 Baldur í stuði fyrir leik í kvöld. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var tiltölulega brattur í leikslok þrátt fyrir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. „Við vorum bara býsna góðir í fyrri hálfleik. Vörðumst vel og byrjuðum af krafti. Fengum góð færi til að skora á þá á fyrstu tíu mínútunum og vorum ákveðnir að mæta af sama krafti í seinni,“ sagði Baldur en staðan var markalaus í hálfleik og Stjarnan búið að spila ansi vel. Því miður gekk ekki sem skyldi í þeim seinni er gestirnir náðu fljótlega tveggja marka forystu. „Við gefum þeim eiginlega mark. Hann (Kenan Kodro) stendur aleinn fyrir framan markið og það setur leikinn úr jafnvægi fyrir okkur. Eðlilega fór hausinn pínulítið. En við gerðum heiðarlega tilraun gegn frábæru liði og getum borið höfuðið hátt“ Maðurinn sem gerði gæfu muninn fyrir gestina heitir Viktor Fischer en hann var í HM-hóp Dana í sumar. Hann kom inn á í hálfleik sem og var nánast eins og einhver svindl-kall. Svo góður var hann en hann lagði upp eitt og skoraði svo annað mark liðsins. „Það var skemmtilegt að eiga við þá og við ætluðum að stoppa hann en Fischer sýndi gæðin sín. Hann var kvikur á fótunum og áræðin og það er erfitt að eiga við svona menn. Sérstaklega þegar maður er orðin aðeins þreyttur,“ sagði Baldur sem horfir spenntur fram á veginn. „Það er svekkjandi að tapa 2-0 á heimavelli en við getum svo sem sagt að þetta sé ekki alveg búið. Við förum allavega ekki til Danmerkur í vonlausri stöðu. Njótum þess að spila á Parken og reynum að gefa þeim leik.“ Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku en í millitíðinni heimsækir Stjarnan lið Víkinga á sunnudaginn í Pepsi deildinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, var tiltölulega brattur í leikslok þrátt fyrir 2-0 tap gegn FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. „Við vorum bara býsna góðir í fyrri hálfleik. Vörðumst vel og byrjuðum af krafti. Fengum góð færi til að skora á þá á fyrstu tíu mínútunum og vorum ákveðnir að mæta af sama krafti í seinni,“ sagði Baldur en staðan var markalaus í hálfleik og Stjarnan búið að spila ansi vel. Því miður gekk ekki sem skyldi í þeim seinni er gestirnir náðu fljótlega tveggja marka forystu. „Við gefum þeim eiginlega mark. Hann (Kenan Kodro) stendur aleinn fyrir framan markið og það setur leikinn úr jafnvægi fyrir okkur. Eðlilega fór hausinn pínulítið. En við gerðum heiðarlega tilraun gegn frábæru liði og getum borið höfuðið hátt“ Maðurinn sem gerði gæfu muninn fyrir gestina heitir Viktor Fischer en hann var í HM-hóp Dana í sumar. Hann kom inn á í hálfleik sem og var nánast eins og einhver svindl-kall. Svo góður var hann en hann lagði upp eitt og skoraði svo annað mark liðsins. „Það var skemmtilegt að eiga við þá og við ætluðum að stoppa hann en Fischer sýndi gæðin sín. Hann var kvikur á fótunum og áræðin og það er erfitt að eiga við svona menn. Sérstaklega þegar maður er orðin aðeins þreyttur,“ sagði Baldur sem horfir spenntur fram á veginn. „Það er svekkjandi að tapa 2-0 á heimavelli en við getum svo sem sagt að þetta sé ekki alveg búið. Við förum allavega ekki til Danmerkur í vonlausri stöðu. Njótum þess að spila á Parken og reynum að gefa þeim leik.“ Seinni leikur liðanna fer fram eftir viku en í millitíðinni heimsækir Stjarnan lið Víkinga á sunnudaginn í Pepsi deildinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - FCK 0-2 | Danirnir höfðu betur á teppinu Stjarnan er með bakið upp við vegg og rúmlega það fyrir síðari leikinn gegn FCK. 26. júlí 2018 22:00