Kátt á Klambra verður haldið í þriðja skiptið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Um þrjú þúsund mættu á hátíðina í fyrra, stórir sem smáir FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Kátt á Klambra fer fram í þriðja skipti um helgina. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna. Markmið hátíðarinnar er að bjóða fjölskyldum upp á fjölbreytta menningar- og listviðburði á grænu svæði í Reykjavík. Hátíðin er haldin á Klambratúni en á svæðinu verður skiptiaðstaða, svæði þar sem hægt er að gefa brjóst í ró og næði auk allrar þeirrar afþreyingar sem í boði er. „Hugmyndin kom upphaflega frá Jónu Ottesen en þetta var lokaverkefni hennar í námi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hafði samband við mig árið 2016 og við ýttum þessu úr vör með ómetanlegri aðstoð,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur, Ásu Ottesen og Viktoríu Blöndal. Síðan þá hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg. Fyrsta árið mættu um fimmtán hundruð en í fyrra mættu tvöfalt fleiri. Samhliða aukinni aðsókn hefur fjölgað í hópi skipuleggjenda og telja þeir nú um tug.Valdís Helga Þorgeirsdóttir og Jóna Elísabet Ottsen ýttu hátíðinni úr vör fyrir tveimur árum.FRÉTTABLAÐIÐ/LAUFEY„Í ár verða tvö svið, eitt stórt og annað minna. Þá verða ýmsar listasmiðjur fyrir krakka, ljóðaupplestur, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Þetta er fyrir fjölskyldur með börn frá núll og upp úr,“ segir Valdís. Meðal þess sem má finna á dagskránni í ár eru tónleikar með Friðriki Dór, JóaPé og Króla og Emmsjé Gauta. Ævar vísindamaður mun lesa upp úr væntanlegri bók sinni og Lalli töframaður lítur við. Þá verður í boði graffitikennsla, barnanudd, sérstakt föndurtjald verður á svæðinu og boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir gesti. Upptalningin er ekki tæmandi. „Miðaverði á hátíðina er stillt í hóf og miðar í raun að því að hátíðin komi út á sléttu. Aðgangseyrir fer til að mynda í að tryggja öryggi á svæðinu en ekkert barn fer út af því nema í fylgd með fullorðnum. Þá gefum við fjölskylduhjálp Rauða kross Íslands miða til að útdeila,“ segir Valdís. Herlegheitin hefjast á slaginu 11 á sunnudag og er veðurspáin með betra móti miðað við það sem verið hefur í sumar. Hafi fólk áhuga á að vera sjálfboðaliðar á hátíðinni er hægt að setja sig í samband við skipuleggjendur. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Valdís að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira