Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2018 20:15 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB Skjáskot úr frétt Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur. Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur.
Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00