Mjúk væb norðan frá Grenivík Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Trausti byrjaði að gera takta mjög ungur eftir að hafa komist í hundlélegt forrit hjá bróður sínum og að syngja áður en hann vatt sér yfir í rappið. Nú gerir hann allt þrennt auk þess að taka sjálfan sig upp og mixa. lindamyndar.net Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira