Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira