Öldungur fær arftaka eftir 110 ára þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2018 07:15 Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, við gömlu brúna yfir Jöklu. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00