Uggandi yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira