Sumarfrí og sjúkdómahætta tefja heysölu til Norðmanna í neyð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:20 Staðan er grafalvarleg í Noregi vegna þurrka. Skera verður niður í kúastofninum takist ekki að útvega hey í tæka tíð. Stefán Karlsson Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan. Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan.
Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00
Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent