Sumarfrí og sjúkdómahætta tefja heysölu til Norðmanna í neyð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:20 Staðan er grafalvarleg í Noregi vegna þurrka. Skera verður niður í kúastofninum takist ekki að útvega hey í tæka tíð. Stefán Karlsson Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan. Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan.
Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00
Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11