Draumaferð til Tyrklands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2018 09:00 Tinna Óðinsdóttir er fyrirliði HK/Víkings í Pepsi-deildinni. vísir/Ernir Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Þegar 10 umferðir eru búnar af Pepsi-deild kvenna situr HK/Víkingur í 5. sæti með 13 stig, sjö stigum frá fallsæti. Í árlegri spá forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni var HK/Víkingi spáð falli. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, kveðst ánægð með uppskeruna hingað til en segir jafnframt að hún sé ekki framar vonum. „Við höfum náð stigum á móti liðum sem við bjuggumst alveg við að ná stigum af frá upphafi. Ég myndi ekki segja að þetta sé neitt framar vonum. En við erum ánægðar með að hafa klárað þessa leiki,“ sagði Tinna í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún ítrekaði mikilvægi þess að vinna sex stiga leikina gegn liðunum sem var spáð svipuðu gengi og HK/Víkingur fyrir tímabilið. „Það er mjög auðvelt að gíra sig upp fyrir leiki á móti stærri liðum. Aðaláskorunin voru leikirnir á móti liðunum sem ég myndi telja að væru neðar í deildinni. Það hefur gengið ágætlega en við töpuðum reyndar á móti Selfossi og náðum bara í eitt stig á móti Grindavík sem voru smá vonbrigði. Við rifum okkur svo upp úr því og unnum næstu þrjá leiki. En við töldum okkur alltaf vera jafn gott ef ekki betra en þessi lið.“ HK/Víkingur fór í æfingaferð til Tyrklands fyrir tímabilið sem heppnaðist afar vel. Þar fann liðið tvo tyrkneska leikmenn. Miðjumaðurinn Fatma Kara kom í vor og hefur reynst happafengur fyrir HK/Víking. Og í þessum mánuði bættist framherjinn Kader Hancar í hópinn en hún skoraði í sínum fyrsta leik fyrir HK/Víking. „Við áttum æfingaleiki á móti Besiktas og CSKA Moskvu. Við vorum með Besiktas á hóteli og Fatma hafði áhuga á að koma til okkar því tímabilið úti kláraðist í raun á sama tíma og okkar tímabil byrjaði. Þetta var mikil lukka. Fatma er þvílíkt góður leikmaður og Kader kom vel út í fyrsta leiknum,“ sagði Tinna um tyrkneska samherja sína. Þrátt fyrir gott gengi hingað til segir Tinna að aðalmarkmið HK/Víkings sé enn það sama; að halda sér í Pepsi-deildinni. Þetta er þriðja tímabil liðsins í efstu deild en í fyrri tvö skiptin féll það strax aftur niður í næstefstu deild. „Markmiðið er að halda okkur í deildinni. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Svo er allt annað plús. Við erum ánægð eins og staðan er núna og liðið hefur aldrei verið ofar í Íslandsmóti þannig að við leyfum okkur að njóta þess,“ sagði Tinna að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira