Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:45 Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. „Neytendasamtökin þurfa að vera afl í samfélaginu sem tekið er eftir og hlustað er á þannig að farið sé eftir hugmyndum þeirra,“ segir Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, en hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í samtökunum. Þing samtakanna verður haldið í lok október næstkomandi en þar á að kjósa bæði formann og í stjórn. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér embætti í júlí á síðasta ári eftir miklar deilur við stjórnina. Honum hafði áður verið sagt upp sem framkvæmdastjóra samtakanna eftir að stjórnin lýsti yfir vantrausti á hann. Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, hefur því í raun verið starfandi formaður síðastliðið ár. Hann segist ekki munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarstarfa. Jakob segist hafa hugsað málið í allnokkurn tíma og ákveðið að taka áskorun um að bjóða sig fram. „Það er hægt að gera ákaflega margt til að efla samtökin og mér finnst það spennandi viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram sem talsmann ákveðinna hugmynda og til eflingar stöðu neytenda alls staðar í íslensku þjóðlífi.“ Að sögn Jakobs er nauðsynlegt að efna til samvinnu við alla mögulega aðila sem koma að neytendamálum. Í því sambandi nefnir hann þing, sveitarfélög, samtök launþega og samtök atvinnurekenda. Ólafur Arnarson segir nauðsynlegt að samtökin fái öflugan formann. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til formennsku sjálfur en útilokar ekki framboð til stjórnar. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert markmiðið var með þessu upphlaupi og aðför gegn mér. Það var allavega ekki gert til að efla samtökin, því ég hef ekkert heyrt eða séð frá þeim á þessu ári sem er liðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
„Neytendasamtökin þurfa að vera afl í samfélaginu sem tekið er eftir og hlustað er á þannig að farið sé eftir hugmyndum þeirra,“ segir Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, en hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í samtökunum. Þing samtakanna verður haldið í lok október næstkomandi en þar á að kjósa bæði formann og í stjórn. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér embætti í júlí á síðasta ári eftir miklar deilur við stjórnina. Honum hafði áður verið sagt upp sem framkvæmdastjóra samtakanna eftir að stjórnin lýsti yfir vantrausti á hann. Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, hefur því í raun verið starfandi formaður síðastliðið ár. Hann segist ekki munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarstarfa. Jakob segist hafa hugsað málið í allnokkurn tíma og ákveðið að taka áskorun um að bjóða sig fram. „Það er hægt að gera ákaflega margt til að efla samtökin og mér finnst það spennandi viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram sem talsmann ákveðinna hugmynda og til eflingar stöðu neytenda alls staðar í íslensku þjóðlífi.“ Að sögn Jakobs er nauðsynlegt að efna til samvinnu við alla mögulega aðila sem koma að neytendamálum. Í því sambandi nefnir hann þing, sveitarfélög, samtök launþega og samtök atvinnurekenda. Ólafur Arnarson segir nauðsynlegt að samtökin fái öflugan formann. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til formennsku sjálfur en útilokar ekki framboð til stjórnar. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert markmiðið var með þessu upphlaupi og aðför gegn mér. Það var allavega ekki gert til að efla samtökin, því ég hef ekkert heyrt eða séð frá þeim á þessu ári sem er liðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira