Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 07:30 Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hefur notið góðs af stríðum straumi ferðamanna til Íslands. Stefán Karlsson Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira