Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Hljómsveitin hafði verið að spila á Norður-Spáni og þurfti að taka tvö flug með Vueling til að komast til Íslands. Fyrra flugið gekk vel Verði ljós „Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Vueling stóð sig aldeilis illa í öllu sem hægt er að standa sig illa í. Það var ekki í einum einasta hlut sem við gátum sagt: þarna stóð flugfélagið sig vel. Það er bara ekki hægt. Ekki í þessu tilfelli,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. Hljómsveitin hafði verið að spila á tónlistarhátíð á Spáni og pantaði tvö flug með Vueling, sem er næststærsta flugfélag landsins.Frá Bilbao til Barcelona og frá Barcelona til Íslands. Fyrri flugferðin var dásamleg en þegar átti að halda af stað til Íslands fór allt til andskotans. „Maður fann það um leið og við komum um borð að flugvélin væri ekkert að fara af stað. Það liðu tveir tímar frá því að við settumst og þar til við fórum af stað. Eftir klukkustund þá er farþegum tilkynnt að það hafi verið vesen að ná í töskurnar en það væri verið að vinna í því. Ég sá hljóðfærin mín fyrir utan vélina og um 45 mínútum síðar áttum við að leggja af stað. En þá kom önnur töf því flugvélin missti af plássinu sínu.“ Óskar segir að fjölmargir hafi verið án farangursins síns og það sé alveg djöfullegt að vita ekki hvar hljóðfærin þeirra séu. „Það voru þó nokkrir Íslendingar með í þessu flugi og þó nokkuð margir brjálaðir Spánverjar í Keflavík þegar við lentum. Við erum búin að vera að tala við þá í Keflavík en það er erfitt að ná í liðið. Það svarar bara ekki. Ég veit ekkert hvar hljóðfærin mín eru. Síðast þegar ég sá þau voru þau í Barcelona. Við hliðina á vélinni. Þetta er vond tilfinning get ég sagt þér. Þau koma vonandi með næstu vél, það væri óskandi.“ Ný plata er væntanleg frá The Vintage Caravan og eru útgáfutónleikarnir 31. ágúst í Iðnó. Síðan verður haldið á Græna hattinn 14. september en í október fer hljómsveitin á risatúr um Evrópu. Vonandi plokka þeir lögin sín og slá taktinn með sínum eigin hljóðfærum. Ef farangurinn skilar sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira