Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af félaginu Pétri G. Broddasyni ehf. í meira en um áratug. Fréttablaðið/Auðunn Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira