Sameinað sveitarfélag mun ekki heita Heiðarbyggð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 15:27 Nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis verður ekki valið fyrr en eftir nokkrar vikur vegna dræmrar þátttöku í atkvæðagreiðslu. Vísir/Stefán Karl/Ólafur Þór Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis mun ekki bera nafnið Heiðarbyggð því bæjarstjórnin ákvað á síðasta bæjarstjórnarfundi, fyrir rúmri viku, að fara ekki eftir niðurstöðum leiðbeinandi atkvæðagreiðslu, sem haldin var á vormánuðum, um nafn á sameinuðu sveitarfélagi vegna dræmrar þátttöku. Sveitarfélagið skipaði nafnanefnd til að velja nýtt nafn á sveitarfélagið og var óskað eftir tillögum að nýju nafni sem voru bornar undir Örnefnanefnd. Þau nöfn sem hlutu jákvæða umsögn frá Örnefnanefnd fóru í atkvæðagreiðslu. Íbúar kusu á milli Heiðarbyggðar og Suðurbyggðar.Ekki nægilega mörg atkvæði á bak við nafnið Heiðarbyggð Af 2.692 íbúum sem voru á kjörskrá voru aðeins 500 sem nýttu atkvæðarétt sinn og af þeim 500 voru 224 sem skiluðu auðu. Nafnið Heiðarbyggð var hlutskarpast og hafði 176 atkvæði á bak við sig en 100 vildu nafnið Suðurbyggð fyrir sveitarfélagið. Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við fréttastofu að ástæðurnar fyrir því að bæjarstjórnin ákvað að fara ekki eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar væru dræm þátttaka, fjöldi þeirra sem skiluðu auðu og almenn óánægja með nafnið innan sveitarfélagsins. „Við litum þannig á að þátttakan í kosningunni hafi verið það lítil og í rauninni fá atkvæði á bak við það nafn fyrir utan að það var í rauninni ekki sátt í samfélaginu með nafnið, við fundum alveg fyrir því. Ákvörðun var tekin að fara ekki eftir þessari niðurstöðu, endurskoða ferlið og sjá hvernig við gætum náð lendingu í þessu,“ segir Ólafur. Ekki búið að taka ákvörðun um aðferð Aðspurður hvort blásið verði til nýrrar atkvæðagreiðslu svarar Ólafur því til að það væri ekki búið að taka neina ákvörðun um aðferð en segir þó að það væri ákjósanlegt að íbúar hefðu aðkomu að ákvörðuninni. „Það sjónarmið er mjög sterkt að íbúar eigi með einum eða öðrum hætti aðkomu að því hvernig nafn á nýtt sveitarfélag er valið. Þessi lélega þátttaka síðast var ekki út af áhugaleysi heldur vegna þess að fólki hafi ekki litist vel á þá valkosti sem voru í boði.“ Margir vilji nafn sem tengist Suðurnesjum Ólafur segir að fjölmargir íbúar væru hrifnir af nafni sem tengdist Suðurnesjunum með einhverjum hætti en bætir við að Örnefnanefnd sé ekki sama sinnis. „Það setur okkur í smá klípu“. Hann segir að bæjarstjórnin sé ekki búin að taka ákvörðun um að velja sjálf nafnið þó hún hafi vissulega vald til þess. Ráðherra sveitarstjórnarmála þurfi þó að staðfesta nafnið til að það sé tekið gilt. Það eina sem sé búið að ákveða sé fresta ákvörðuninni um nokkrar vikur og endurhugsa hvernig verkefnið verði nálgast. Að velja nafn á nýtt sveitarfélag er aðeins eitt verkefni af mörgum sem ný bæjarstjórn þarf að takast á við í sameiningu tveggja stjórnsýslueininga. Það sem sé öllu stærra verkefni er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Kosningar 2018 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00 Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis mun ekki bera nafnið Heiðarbyggð því bæjarstjórnin ákvað á síðasta bæjarstjórnarfundi, fyrir rúmri viku, að fara ekki eftir niðurstöðum leiðbeinandi atkvæðagreiðslu, sem haldin var á vormánuðum, um nafn á sameinuðu sveitarfélagi vegna dræmrar þátttöku. Sveitarfélagið skipaði nafnanefnd til að velja nýtt nafn á sveitarfélagið og var óskað eftir tillögum að nýju nafni sem voru bornar undir Örnefnanefnd. Þau nöfn sem hlutu jákvæða umsögn frá Örnefnanefnd fóru í atkvæðagreiðslu. Íbúar kusu á milli Heiðarbyggðar og Suðurbyggðar.Ekki nægilega mörg atkvæði á bak við nafnið Heiðarbyggð Af 2.692 íbúum sem voru á kjörskrá voru aðeins 500 sem nýttu atkvæðarétt sinn og af þeim 500 voru 224 sem skiluðu auðu. Nafnið Heiðarbyggð var hlutskarpast og hafði 176 atkvæði á bak við sig en 100 vildu nafnið Suðurbyggð fyrir sveitarfélagið. Ólafur Þór Ólafsson, formaður bæjarráðs, segir í samtali við fréttastofu að ástæðurnar fyrir því að bæjarstjórnin ákvað að fara ekki eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar væru dræm þátttaka, fjöldi þeirra sem skiluðu auðu og almenn óánægja með nafnið innan sveitarfélagsins. „Við litum þannig á að þátttakan í kosningunni hafi verið það lítil og í rauninni fá atkvæði á bak við það nafn fyrir utan að það var í rauninni ekki sátt í samfélaginu með nafnið, við fundum alveg fyrir því. Ákvörðun var tekin að fara ekki eftir þessari niðurstöðu, endurskoða ferlið og sjá hvernig við gætum náð lendingu í þessu,“ segir Ólafur. Ekki búið að taka ákvörðun um aðferð Aðspurður hvort blásið verði til nýrrar atkvæðagreiðslu svarar Ólafur því til að það væri ekki búið að taka neina ákvörðun um aðferð en segir þó að það væri ákjósanlegt að íbúar hefðu aðkomu að ákvörðuninni. „Það sjónarmið er mjög sterkt að íbúar eigi með einum eða öðrum hætti aðkomu að því hvernig nafn á nýtt sveitarfélag er valið. Þessi lélega þátttaka síðast var ekki út af áhugaleysi heldur vegna þess að fólki hafi ekki litist vel á þá valkosti sem voru í boði.“ Margir vilji nafn sem tengist Suðurnesjum Ólafur segir að fjölmargir íbúar væru hrifnir af nafni sem tengdist Suðurnesjunum með einhverjum hætti en bætir við að Örnefnanefnd sé ekki sama sinnis. „Það setur okkur í smá klípu“. Hann segir að bæjarstjórnin sé ekki búin að taka ákvörðun um að velja sjálf nafnið þó hún hafi vissulega vald til þess. Ráðherra sveitarstjórnarmála þurfi þó að staðfesta nafnið til að það sé tekið gilt. Það eina sem sé búið að ákveða sé fresta ákvörðuninni um nokkrar vikur og endurhugsa hvernig verkefnið verði nálgast. Að velja nafn á nýtt sveitarfélag er aðeins eitt verkefni af mörgum sem ný bæjarstjórn þarf að takast á við í sameiningu tveggja stjórnsýslueininga. Það sem sé öllu stærra verkefni er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum.
Kosningar 2018 Suðurnesjabær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00 Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg Engin skýr niðurstaða fékk í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðisbæjar. "Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ segir formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. 19. maí 2018 09:00
Ráðinn bæjarstjóri Sandgerðis og Garðs Magnús kemur til starfa 15. ágúst næstkomandi og mun Róbert Ragnarsson sinna starfi bæjarstjóra þangað til. 18. júlí 2018 17:28
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03