Hvers vegna var þessi staðsetning valin?
„Bæði vegna þess að regnboginn kemur mjög vel út hérna. En einnig vegna þess að í fangelsinu aðeins ofar í götunni sat inni eini Íslendingurinn fyrir samkynhneigð, en í húsinu þar á móti opnuðu Samtökin 78 sína fyrstu skrifstofu. Þessi gatnamót fangar því bæði fjandsemina sem hinsegin samfélagið hefur orðið fyrir en einnig baráttuna og sýnileikann sem samfélagið fékk eftir stofnun samtakanna,“ segir Gunnlaugur

„Gleðigangan er á laugardaginn og mun fara frá Hörpu að Hljómskálagarðinum. Þar sláum við upp heljarinnar tónleikum og fjöri,“ segir Gunnlaugur.