Vilhjálmur jafnaði heimsmet Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Vilhjálmur Einarsson hefur oftast orðið íþróttamaður ársins, eða fimm sinnum. Afrekið sem hann vann árið 1956 þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne er enn eitt stærsta afrek sem íslenskur íþróttamaður hefur unnið, segir í bókinni Hetjurnar okkar. Vilhjálmur Einarsson bætti eigið Íslandsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 er hann stökk 16,70 metra á frjálsíþróttamóti í Reykjavík og var það þá næstlengsta stökk í heimi. Þetta Íslandsmet hans stendur enn. „Stórkostlegt afrek sem allar milljónaþjóðir yrðu stoltar af,“ var skrifað á forsíðu Morgunblaðsins um afrek Vilhjálms undir mynd sem sýnir hann fara fram hjá öllum merkjum vallarins. „Það afrek er annað bezta þrístökksafrek sem íþróttasagan getur um. Þar til á föstudaginn hefði þessi árangur Vilhjálms verið jafn staðfestu heimsmeti í greininni, sem Rússinn Fedosojev átti. En á föstudaginn stökk Pólverjinn Josef Schmidt 17,03 m, og er ekki vitað annað um það afrek en það verði staðfest sem heimsmet“ stóð á forsíðu blaðsins. „Stökksería Vilhjálms var með eindæmum jöfn og góð, svo góð að hún hlýtur að skjóta beztu þrístökkvurum heims skelk í bringu,“ stóð enn fremur. Í umfjöllun um mótið kemur fram að Vilhjálmur hafi verið heppinn hreinlega að ná mótinu. Það hafi byrjað klukkan fjögur á laugardeginum en klukkan 14 á sunnudeginum. Vilhjálmur hélt að mótið byrjaði einnig klukkan fjögur og mætti hann fimm mínútur fyrir tvö og sleppti fyrstu tilraun. En stökkserían var glæsileg: 16,23 í fyrsta stökki, 16,30 í öðru og aftur 16,23 í því þriðja. Svo komu 16,46 metrar áður en risastökkið leit dagsins ljós. Fyrsta stökkið var 6,05 metrar, miðstökkið hljóðaði upp á 5,02 og lokastökkið var 5,63 metrar eða samtals 16,70 metrar. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vilhjálmur Einarsson bætti eigið Íslandsmet í þrístökki frá því í Melbourne 1956 er hann stökk 16,70 metra á frjálsíþróttamóti í Reykjavík og var það þá næstlengsta stökk í heimi. Þetta Íslandsmet hans stendur enn. „Stórkostlegt afrek sem allar milljónaþjóðir yrðu stoltar af,“ var skrifað á forsíðu Morgunblaðsins um afrek Vilhjálms undir mynd sem sýnir hann fara fram hjá öllum merkjum vallarins. „Það afrek er annað bezta þrístökksafrek sem íþróttasagan getur um. Þar til á föstudaginn hefði þessi árangur Vilhjálms verið jafn staðfestu heimsmeti í greininni, sem Rússinn Fedosojev átti. En á föstudaginn stökk Pólverjinn Josef Schmidt 17,03 m, og er ekki vitað annað um það afrek en það verði staðfest sem heimsmet“ stóð á forsíðu blaðsins. „Stökksería Vilhjálms var með eindæmum jöfn og góð, svo góð að hún hlýtur að skjóta beztu þrístökkvurum heims skelk í bringu,“ stóð enn fremur. Í umfjöllun um mótið kemur fram að Vilhjálmur hafi verið heppinn hreinlega að ná mótinu. Það hafi byrjað klukkan fjögur á laugardeginum en klukkan 14 á sunnudeginum. Vilhjálmur hélt að mótið byrjaði einnig klukkan fjögur og mætti hann fimm mínútur fyrir tvö og sleppti fyrstu tilraun. En stökkserían var glæsileg: 16,23 í fyrsta stökki, 16,30 í öðru og aftur 16,23 í því þriðja. Svo komu 16,46 metrar áður en risastökkið leit dagsins ljós. Fyrsta stökkið var 6,05 metrar, miðstökkið hljóðaði upp á 5,02 og lokastökkið var 5,63 metrar eða samtals 16,70 metrar.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira