Segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi og bætta gæslu á útihátíðum hafa borið árangur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:45 Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisbrota á útihátíðum um helgina og rólegra hefur verið á bráðamóttöku en oft áður á þessum tíma. Tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að lokinni verslunarmannahelgi. Ekki hefur verið tilkynnt um kynferðisafbrot í öðrum umdæmum lögreglunnar um helgina að því er fréttastofa kemst næst. Rólegt hefur verið á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis og til þessa hefur enginn þangað leitað vegna atvika sem tengjast útihátíðum að sögn verkefnastjóra neyðarmóttökunnar. „Þeim hefur farið fækkandi á síðustu árum og ég tel að það sé bara bæði aukin umræða og það er líka aukin öryggisgæsla og alls konar varúðarráðstafanir á þeim svæðum sem hafa verið með útihátíðir eins og til dæmis kynjaskipt klósett, myndavélar og sýnileg gæsla,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Mynd/aðsendHrönn hvetur þá sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi til að leita á neyðarmóttöku. „Það er mjög mikilvægt að fólk leiti til okkar eftir kynferðisbrot, bara til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan, andlega vanlíðan,“ segir Hrönn. „Við tökum alveg mál alveg upp í mánaðar gömul til okkar en við erum fyrst og fremst bráðaþjónusta, en það er auðvitað alltaf best að komast undir læknishendur sem fyrst, með tilliti til réttarlæknisfræðilegrar skoðunar og líka til þess að hlúa að þeim líkamlega og andlega.“ „En svo er þetta ekkert einskorðað við útihátíðir eða verslunarmannahelgi, það eru kynferðisbrot um hverja helgi,“ segir Hrönn.Rólegra á bráðamóttökunni Á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er um 200 tilfellum að jafnaði sinnt á dag en oft er þó meira að gera um verslunarmannahelgi. Aðeins rólegra hefur þó verið í ár en oft áður. „Almennt getum við sagt að helgin hafi gengið nokkuð vel fyrir sig. Við höfum ekki alveg sloppið við alvarleg slys en þau hafa sem betur fer verið færri heldur en við höfum séð oft áður. Eitt slys er að sjálfsögðu of mikið en við höfum ekki séð jafn mörg alvarleg eins og hafa verið um verslunarmannahelgar í gegnum árin,“ segir Helgi Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þó sé alltaf eitthvað um minniháttar slys og áverka um verslunarmannahelgi. Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón„Það er bara það sem að fylgir því þegar tugþúsundir manna eru á faraldsfæti. En almennt séð erum við nokkuð ánægð með helgina og þykir þetta hafa gengið betur en oft hefur verið.“ Færri fíkniefnamál í Eyjum Alls var tilkynnt um fjórar líkamsárásir í Vestmannaeyjum gærkvöldi og í nótt og var einn fluttur á Landspítala vegna innvortis blæðinga. Í öðru máli veittist maður að kærustu sinni með höggum og spörkum en hinar tvær líkamsárásirnar voru minniháttar og eru til rannsóknar. Einn gisti fangageymslu eftir nóttina vegna ölvunar í Herjólfsdal, einn á Ísafirði og einn á Akureyri. 35 fíkniefnamál komu upp í Eyjum um helgina sem er minna en undanfarin ár. Nokkur fíkniefnamál hafa einnig komið upp í öðrum lögregluumdæmum, flest minniháttar. Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00 Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. 6. ágúst 2018 14:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisbrota á útihátíðum um helgina og rólegra hefur verið á bráðamóttöku en oft áður á þessum tíma. Tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að lokinni verslunarmannahelgi. Ekki hefur verið tilkynnt um kynferðisafbrot í öðrum umdæmum lögreglunnar um helgina að því er fréttastofa kemst næst. Rólegt hefur verið á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis og til þessa hefur enginn þangað leitað vegna atvika sem tengjast útihátíðum að sögn verkefnastjóra neyðarmóttökunnar. „Þeim hefur farið fækkandi á síðustu árum og ég tel að það sé bara bæði aukin umræða og það er líka aukin öryggisgæsla og alls konar varúðarráðstafanir á þeim svæðum sem hafa verið með útihátíðir eins og til dæmis kynjaskipt klósett, myndavélar og sýnileg gæsla,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.Mynd/aðsendHrönn hvetur þá sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi til að leita á neyðarmóttöku. „Það er mjög mikilvægt að fólk leiti til okkar eftir kynferðisbrot, bara til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan, andlega vanlíðan,“ segir Hrönn. „Við tökum alveg mál alveg upp í mánaðar gömul til okkar en við erum fyrst og fremst bráðaþjónusta, en það er auðvitað alltaf best að komast undir læknishendur sem fyrst, með tilliti til réttarlæknisfræðilegrar skoðunar og líka til þess að hlúa að þeim líkamlega og andlega.“ „En svo er þetta ekkert einskorðað við útihátíðir eða verslunarmannahelgi, það eru kynferðisbrot um hverja helgi,“ segir Hrönn.Rólegra á bráðamóttökunni Á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er um 200 tilfellum að jafnaði sinnt á dag en oft er þó meira að gera um verslunarmannahelgi. Aðeins rólegra hefur þó verið í ár en oft áður. „Almennt getum við sagt að helgin hafi gengið nokkuð vel fyrir sig. Við höfum ekki alveg sloppið við alvarleg slys en þau hafa sem betur fer verið færri heldur en við höfum séð oft áður. Eitt slys er að sjálfsögðu of mikið en við höfum ekki séð jafn mörg alvarleg eins og hafa verið um verslunarmannahelgar í gegnum árin,“ segir Helgi Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Þó sé alltaf eitthvað um minniháttar slys og áverka um verslunarmannahelgi. Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón„Það er bara það sem að fylgir því þegar tugþúsundir manna eru á faraldsfæti. En almennt séð erum við nokkuð ánægð með helgina og þykir þetta hafa gengið betur en oft hefur verið.“ Færri fíkniefnamál í Eyjum Alls var tilkynnt um fjórar líkamsárásir í Vestmannaeyjum gærkvöldi og í nótt og var einn fluttur á Landspítala vegna innvortis blæðinga. Í öðru máli veittist maður að kærustu sinni með höggum og spörkum en hinar tvær líkamsárásirnar voru minniháttar og eru til rannsóknar. Einn gisti fangageymslu eftir nóttina vegna ölvunar í Herjólfsdal, einn á Ísafirði og einn á Akureyri. 35 fíkniefnamál komu upp í Eyjum um helgina sem er minna en undanfarin ár. Nokkur fíkniefnamál hafa einnig komið upp í öðrum lögregluumdæmum, flest minniháttar.
Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00 Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. 6. ágúst 2018 14:49 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09
Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57
Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00
Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. 6. ágúst 2018 14:49