Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:12 Brúnni yfir Eldvatn var lokað vegna hlaupsins. Hlaupið fyrir þremur árum gróf verulega undan brúnni. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46