Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 21:54 Frá Skaftá nú kvöld en hratt hefur vaxið í ánni í dag. Skjáskot/Dalamenn snappa Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“. Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Vatnið í Skaftá hefur vaxið hratt í dag og megna brennisteinslykt leggur frá henni, að sögn Auðar Guðbjörnsdóttur á Búlandi í Skaftártungu. Hún er ein þriggja Dalamanna sem snappa nú frá hlaupinu í Skaftá sem búist er við að nái hámarki í nótt. Meiri vöxtur hefur verið í Skaftá nú en fyrir hlaupið sem átti sér stað árið 2015 en það var stærsta hlaup í sögu mælinga. Auður segist hafa áhyggjur af því að vegurinn og brýr í Skaftártungu fari í sundur í hlaupinu. „Mér finnst yfirborðið hækka hraðar núna en það gerði þá. Það var svolítið lengri aðdragandi þá en núna. Biðin var mikið lengri til dæmis frá því að vatnið braust undan jökli og þar til þetta kom til okkar síðast en hún er núna. Mér finnst þetta hafa gerst rosalega hratt í dag,“ segir Auður. Eins og er heldur áin sig nokkurn veginn í farvegi sínum. Auður segir að það eigi eftir að koma í ljós hvað verði en hámarki hlaupsins er ekki spáð fyrr en í nótt. Núna sé áin fjarri hámarkinu fyrir þremur árum. Þá ruddi hlaupið burt varnargörðum, flæddi yfir tún og lónaði upp á veginn fyrir neðan Búland og bæinn Hvamm. Skipta með sér snappinu Auður hefur búið á Búlandi vestan við Skaftá undanfarin sex ár en hún er upprunin í Dalabyggð á Vesturlandi. Í tilefni hlaupsins tók hún við Snapchat-reikninginum „Dalamenn snappa“ sem var stofnaður í fyrra og hefur gengið á milli fólks úr Dölunum. Bróðir hennar Guðmundur og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, skálavörður í Hólaskjóli, sem einnig er úr Dölunum deila snappinu með Auði á meðan á hlaupinu stendur. Guðmundur er jafnframt björgunarsveitarmaður og hefur verið við hálendisvakt á Fjallabaki. „Maður fylgist með þessu að minnsta kosti undir myrkur og svo aftur í sólarupprás. Ég mun örugglega snappa frá því,“ segir Auður. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að verða fyrir tjóni í hlaupinu nú. Í hlaupinu árið 2015 lónaði vatn yfir tún inn af Skaftárdal þar sem hún hafði heyjað. Síðan þá hafi hún ræktað meira af landi nær Búlandi. Þau tún standi það hátt að þau eigi að vera óhullt fyrir vatnselgnum. „Við eigum önnur tún sem liggja meðfram Skaftá. Það lónaði upp á eitt tún í síðasta hlaupi en við urðum svo sem ekki fyrir teljanlegu tjóni og ég býst ekki við að það verði heldur núna,“ segir Auður. Hægt er að fylgja með hlaupinu á Snapchat á reikningnum „Dalamenn snappa“.
Dalabyggð Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Rýming hafin en ekki vitað um fjölda fólks á svæðinu Atburðarásin í dag hefur verið mun hraðari en búist var við en hlaupið kom undan jökli og náði fyrsta mæli skömmu eftir 13 í dag. 3. ágúst 2018 16:01