Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-1 Fylkir | Fylkismenn sóttu þrjú stig á Þjóðhátíð Einar Kárason skrifar 4. ágúst 2018 16:30 Fylkismenn sóttu þrjú stig á Þjóðhátíð. vísir/vilhelm Fjölmennt var í blíðviðri á Hásteinsvelli í dag þegar ÍBV tók á móti Fylki á laugardegi Þjóðhátíðar. Bæði lið þurftu virkilega á 3 stigum að halda svo ljóst var að þetta yrði hörkuleikur. Eyjamenn byrjuðu leikinn mjög vel og hefðu getað komist yfir snemma leiks en þeir sóttu látlaust fyrsta korter leiksins. Það var svo eftir rúmlega 15 mínútur að gestirnir úr Árbænum komust í fyrsta skipti í leiknum yfir miðju og úr þeirri sókn varð mark. Fyrirgjöf frá hægri sem Halldór Páll Geirsson virtist hafa handsamað en lendir í árekstri við eigin varnarmann sem verður til þess að hann missir boltann. Emil Ásmundsson var þá fljótur að átta sig og kom boltanum í markið og Fylkismenn komnir yfir. Eyjamönnum var brugðið og þetta veitti Fylkismönnum innspýtingu en leikur þeirra varð allt annar eftir markið. Bæði lið fengu þó færi til að skora en það tókst ekki, hvort sem það var vörnin, markvarslan eða slök færanýting sem varð til þess að ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik. ÍBV gerði breytingar strax í upphafi síðari hálfleiks til að auka kraftinn í sóknarleiknum en sterkur varnarleikur gestanna gaf fá færi á sér. Fylkir beitti kröftugum skyndisóknum og hefðu hæglega getað komið boltanum í netið en Halldór Páll sá við þeim tilraunum. Aron Snær Friðriksson átti svo virkilega mikilvæga vörslu eftir tilraun Sindra Snæs Magnússonar undir lok leiks. Liðin buðu upp á fínustu skemmtun og flottan fótbolta á köflum en niðurstaðan var svo sú að ekki voru fleiri mörk skoruð og Fylkismenn tóku öll 3 stigin með sér heim í Árbæinn, þó möguleiki sé á því að einhverjir taki þau ekki heim fyrr en á mánudag. ,,Fáranlegt að við skulum ekki skora á fyrsta korterinu"Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur í leikslok og átti erfitt með að átta sig á hvernig hans menn fóru í gegnum leikinn án þess að skora mark. „Við eigum að skora í upphafi leiksins. Við fáum svo mörg færi á fyrstu fimmtán mínútum leiksins að það er fáranlegt að við skulum ekki skora. Það kostar okkur leikinn og svo auðvitað svakaleg mistök þegar þeir skora sitt mark,“ segir Kristján. „Mér fannst við detta alltof mikið úr gírnum eftir að við fengum á okkur markið. Í seinni hálfleik náðum við svo ekki að skapa nógu mikið; höfðum bara ekki hugmyndaauðgi í það,“ segir Kristján. Eyjamenn mættu virkilega ákveðnir til leiks og virtust staðráðnir í að sækja sigurinn. „Það sást alveg í byrjun leiks. Við fengum það mörg færi að Pétur (Guðmundsson) hefði getað flautað leikinn af eftir korter ef við hefðum nýtt þau. Hugarfarið var alveg rétt þegar við komum inn í leikinn. Eftir að við fáum á okkur markið finnst mér við fara í að vera einstaklingar og við ræddum það í leikhléi. Við mættum sem lið út í seinni hálfleikinn en náðum ekki að skapa nógu góð færi,“ sagði Kristján. ,,Erum með mjög gott lið"Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var sigurreifur í leikslok og kvaðst aldrei hafa verið smeykur um að missa leikinn niður í jafntefli. „Þetta var flottur leikur hjá okkur í dag. Við komum hingað til þess að vinna þennan leik og það var frábær barátta í strákunum. Við gáfum lítil færi á okkur nema kannski fyrstu tíu mínúturnar. Eftir að við jöfnuðum okkur á því og náðum inn fyrsta markinu fannst mér aldrei vera hætta upp við okkar mark,“ segir Helgi. „Frábær stig fyrir okkur. Það er ekkert óeðlilegt að lið sem er að koma upp lendi einhvers staðar á vegg. Við komum sterkir inn í mótið og ætlum okkur mikla hluti. Við teljum okkur vera mjög gott lið og með öflugan hóp. Þetta eru strákar sem eru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ segir Helgi. „Við erum með 5-6 stráka meidda og lendum í áföllum strax í byrjun leiks þegar Hákon þarf að fara útaf. Það eru endalaus áföll varðandi meiðsli en við erum búnir að taka fjögur stig í síðustu tveimur leikjum gegn öflugum liðum og við þurfum bara að halda þessu áfram,“ segir Helgi. Pepsi Max-deild karla
Fjölmennt var í blíðviðri á Hásteinsvelli í dag þegar ÍBV tók á móti Fylki á laugardegi Þjóðhátíðar. Bæði lið þurftu virkilega á 3 stigum að halda svo ljóst var að þetta yrði hörkuleikur. Eyjamenn byrjuðu leikinn mjög vel og hefðu getað komist yfir snemma leiks en þeir sóttu látlaust fyrsta korter leiksins. Það var svo eftir rúmlega 15 mínútur að gestirnir úr Árbænum komust í fyrsta skipti í leiknum yfir miðju og úr þeirri sókn varð mark. Fyrirgjöf frá hægri sem Halldór Páll Geirsson virtist hafa handsamað en lendir í árekstri við eigin varnarmann sem verður til þess að hann missir boltann. Emil Ásmundsson var þá fljótur að átta sig og kom boltanum í markið og Fylkismenn komnir yfir. Eyjamönnum var brugðið og þetta veitti Fylkismönnum innspýtingu en leikur þeirra varð allt annar eftir markið. Bæði lið fengu þó færi til að skora en það tókst ekki, hvort sem það var vörnin, markvarslan eða slök færanýting sem varð til þess að ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik. ÍBV gerði breytingar strax í upphafi síðari hálfleiks til að auka kraftinn í sóknarleiknum en sterkur varnarleikur gestanna gaf fá færi á sér. Fylkir beitti kröftugum skyndisóknum og hefðu hæglega getað komið boltanum í netið en Halldór Páll sá við þeim tilraunum. Aron Snær Friðriksson átti svo virkilega mikilvæga vörslu eftir tilraun Sindra Snæs Magnússonar undir lok leiks. Liðin buðu upp á fínustu skemmtun og flottan fótbolta á köflum en niðurstaðan var svo sú að ekki voru fleiri mörk skoruð og Fylkismenn tóku öll 3 stigin með sér heim í Árbæinn, þó möguleiki sé á því að einhverjir taki þau ekki heim fyrr en á mánudag. ,,Fáranlegt að við skulum ekki skora á fyrsta korterinu"Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var að vonum svekktur í leikslok og átti erfitt með að átta sig á hvernig hans menn fóru í gegnum leikinn án þess að skora mark. „Við eigum að skora í upphafi leiksins. Við fáum svo mörg færi á fyrstu fimmtán mínútum leiksins að það er fáranlegt að við skulum ekki skora. Það kostar okkur leikinn og svo auðvitað svakaleg mistök þegar þeir skora sitt mark,“ segir Kristján. „Mér fannst við detta alltof mikið úr gírnum eftir að við fengum á okkur markið. Í seinni hálfleik náðum við svo ekki að skapa nógu mikið; höfðum bara ekki hugmyndaauðgi í það,“ segir Kristján. Eyjamenn mættu virkilega ákveðnir til leiks og virtust staðráðnir í að sækja sigurinn. „Það sást alveg í byrjun leiks. Við fengum það mörg færi að Pétur (Guðmundsson) hefði getað flautað leikinn af eftir korter ef við hefðum nýtt þau. Hugarfarið var alveg rétt þegar við komum inn í leikinn. Eftir að við fáum á okkur markið finnst mér við fara í að vera einstaklingar og við ræddum það í leikhléi. Við mættum sem lið út í seinni hálfleikinn en náðum ekki að skapa nógu góð færi,“ sagði Kristján. ,,Erum með mjög gott lið"Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var sigurreifur í leikslok og kvaðst aldrei hafa verið smeykur um að missa leikinn niður í jafntefli. „Þetta var flottur leikur hjá okkur í dag. Við komum hingað til þess að vinna þennan leik og það var frábær barátta í strákunum. Við gáfum lítil færi á okkur nema kannski fyrstu tíu mínúturnar. Eftir að við jöfnuðum okkur á því og náðum inn fyrsta markinu fannst mér aldrei vera hætta upp við okkar mark,“ segir Helgi. „Frábær stig fyrir okkur. Það er ekkert óeðlilegt að lið sem er að koma upp lendi einhvers staðar á vegg. Við komum sterkir inn í mótið og ætlum okkur mikla hluti. Við teljum okkur vera mjög gott lið og með öflugan hóp. Þetta eru strákar sem eru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ segir Helgi. „Við erum með 5-6 stráka meidda og lendum í áföllum strax í byrjun leiks þegar Hákon þarf að fara útaf. Það eru endalaus áföll varðandi meiðsli en við erum búnir að taka fjögur stig í síðustu tveimur leikjum gegn öflugum liðum og við þurfum bara að halda þessu áfram,“ segir Helgi.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti