Vísar því á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira
Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15