Mikilvægt að farþegar haldi sér vakandi um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 10:58 Umferðin verður eflaust þung um helgina og því að ýmsu að huga. Vísir Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30
Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29