Mikilvægt að farþegar haldi sér vakandi um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 10:58 Umferðin verður eflaust þung um helgina og því að ýmsu að huga. Vísir Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun. Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Framundan er mesta ferðahelgi ársins. Tugþúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina í leit að skemmtunum, sem fram fara um allt land í tilefni frídags verslunarmanna. Sigrún A. Þorsteinsdóttir hjá VÍS segir að mörgu þurfi að huga áður en ökumenn setjast undir stýri. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að hafa þolinmæðina í fyrirrúmi. Umferðin verði þung og því gott að flýta sér hægt. Þar að auki skili framúrakstur í löngum bílaröðum nákvæmlega engu - engu öðru en aukinni hættu á framanákeyrslum. Það eru þó ekki aðeins bílstjórar sem bera ábyrgð í umferðinni. Sigrún segir að það sé einnig mikilvægt fyrir farþega að leggja hönd á plóg þegar haldið er af stað. Til að mynda ættu þeir að halda sér vakandi eftir fremsta megni svo að þeir geti veitt bílstjóranum félagsskap - án þess þó að trufla hann við aksturinn. Það sé góð leið til að tryggja að bílstjórinn haldist vakandi meðan á akstrinum stendur, en fjöldamörg slys má rekja til þreytu ökumanna. Sigrún segir að rannsóknir bendi til að þreyta sé fjórða algengasta orsök banaslys í umferðinni hér á landi. Kannanir Samgöngustofu gefi til kynna að um helmingur ökumanna hafi orðið snögglega þreyttur undir stýri á síðustu 6 mánuðum. Fjögur prósent þeirra segjast svo hafa sofnað undir stýri. Þegar þreytan fer að gera vart við sig segir Sigrún að það sé gott ráð að stöðva aksturinn og fá sér frískt loft eða eitthvað að borða. Þá geti einnig gert gæfumuninn að leggja sig í 15 mínútur áður en ferðinni er haldið áfram. Þá bendir Sigrún á mikilvægi bílbeltanna. Talið er að um 20% þeirra sem létust í umferðarslysum á síðastliðnum 10 árum væru enn á lífi ef þeir hefðu notað bílbelti. Næstum helmingur allra sem láta lífið í banaslysum var ekki í bílbelti. Einnig er mikilvægt að ganga vel frá öllum farangri - enda „margfaldar hann þyngd sína ef eitthvað gerist.“ Sigrún tekur farsíma sem dæmi, sem hún segir geta orðið allt að 13 kíló að þyngd fari þeir á flug eftir árekstur á 90 kílómetra hraða. Þrátt fyrir umferðarþunga segir Sigrún að umferðin um verslunarmannahelgina hafa gengið stórslysalaust fyrir sig á síðustu árum. Engu að síður fari alvarlegum umferðarslysum fjölgandi og er það, að mati Sigrúnar, þróun sem þarf að snúa við. Hér að neðan má heyra spjall Sigrúnar við Bítið á Bylgjunni í morgun.
Samgöngur Tengdar fréttir Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30 Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54 Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Alls slösuðust 47 manns af völdum fíkniefnaaksturs á fyrstu fjóru mánuðum ársins. 1. ágúst 2018 19:30
Nota símann undir stýri þrátt fyrir að þau viti betur Þrátt fyrir að nær allir ökumenn telji hættulegt að nota síma undir stýri gera níu af hverju tíu á aldrinum 18-44 ára það samkvæmt nýrri könnun Sjóvá. 31. júlí 2018 19:54
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29