Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 15:24 Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór. Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og borgarfulltrúi, segir svar sitt við spurningu um félagslegt húsnæði í kosningaprófi RÚV fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ekki stangast á við stefnu minnihlutans í málefnum heimilislausra nú. Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur og varaþingmaður Pírata, vakti athygli á umræddu svari Eyþórs á Twitter-reikningi sínum í dag. Líkt og fjölmargir aðrir frambjóðendur tók Eyþór kosningapróf RÚV í vor og tók þar afstöðu til ýmissa mála. Í prófinu lýsti Eyþór sig algjörlega ósammála eftirfarandi fullyrðingu: „Sveitarfélagið á að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis.“Samkvæmt kosningaprófi RÚV var Eyþór Arnalds andvígur auknu félagslegu húsnæði. Hann svaraði prófinu sjálfur eins og aðrir frambjóðendur. Hann er mjög andvígur. Þessvegna er ég mjög ósannfærður um áhuga hans á málefnum heimilislausra. pic.twitter.com/oqfW539ekG— Snæbjörn (@artybjorn) August 1, 2018 Þótti svar Eyþórs ekki koma heim og saman við afstöðu hans og Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum nú. Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga hefur flokkurinn, ásamt hinum flokkum minnihlutans í borgarstjórn, gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir að hafa hundsað bága stöðu heimilislausra og félagslegs húsnæðis í Reykjavík um langa hríð. Aðspurður segir Eyþór að svar sitt í kosningaprófinu stangist ekki á við gagnrýni Sjálfstæðisflokksins. „Nei alls ekki, vegna þess að við viljum breyta kerfinu en ekki stækka það sem ekki virkar.“Skjáskot af svari Eyþórs við spurningu um uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV.Skjáskot/RÚVUm ástæður þess að hann sagðist svo ósammála uppbyggingu félagslegs húsnæðis segir Eyþór að henn leggi höfuðáherslu á að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir sem flesta í Reykjavík. „Félagsleg úrræði eru oft neyðarúrræði og mér finnst áherslan á að fjölga í kerfinu ekki vera aðalatriðið heldur að koma í veg fyrir að fólk lendi í félagslega kerfinu, þess vegna setti ég það ofar.“Sjá einnig: Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Í þessu samhengi þurfi einnig að hjálpa fólki að komast út úr félagslega kerfinu, sem Eyþóri þykir ábótavant hjá Reykjavíkurborg. „Það er kannski hin ástæðan fyrir því að þetta var ekki sett efst á listann.“ Þá bætir Eyþór við að heimilislausum hafi fjölgað um 95 prósent á örfáum árum og þetta fólk vanti ódýrari úrræði en í boði eru. „Því að þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi sett svona mikinn pening í félagslegt húsnæði þá er vandinn mestur í Reykjavík. Þannig að það er eitthvað annað að,“ segir Eyþór.
Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59 Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Býst ekki við nýjum tillögum á aukafundi vegna stöðu heimilislausra Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að það sé sjálfsagt að fara yfir þær aðgerðir sem þegar eru hafnar til að bæta stöðu heimilislausra og þá vonast hún til þess að minnihlutinn komi með hugmyndir að umbótum. 31. júlí 2018 11:59
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“