Vill ekki rugga bátnum í Herjólfi ohf. Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 10:44 Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Vísir/einar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember. Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember.
Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00
150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04