Þræða eggjar Svarfaðardals Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Göngugarparnir Hjörleifur Hjartarson, Þórarinn Hjartarson, Kristján Hjartarson, Árni Hjartarson og Magnús Magnússon. Hrund „Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
„Við ætlum okkur að ganga frá sjó til sjávar, byrjuðum við Háls í morgun og stefnum að því að verða í Ólafsfirði eftir sex daga. Ef það tekst ekki gefum við okkur bara meiri tíma,“ segir Kristján Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardal sem er með bræðrum sínum, þeim Árna, Þórarni og Hjörleifi, á ferð að þræða hin fornu hreppamörk Svarfaðardals. Þau eru 120 km löng með 75 tindum og jafnmörgum skörðum. Hæsti tindurinn er um 1.450 metrar. Bræðurnir eru að nálgast 1.100 metra hæð þegar ég hringi í Kristján um tvö leytið. Erindið er að panta viðtalsbil í kaffitímanum en þeir eru þá nýlagðir af stað eftir að hafa matast – og langt er í næsta stopp svo hann spjallar við mig á göngunni. Kristján er ekki óvanur því að klífa svarfdælsk fjöll, því á annan áratug hefur hann verið fjallaleiðsögumaður og frætt fólk um náttúrufar og menningu dalsins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann leggur í þá þrekraun að arka á öll fjöllin í einu. Slík ferð hefur ekki verið farin fyrr, svo vitað sé, að sögn Kristjáns, en hann tekur fram að Bjarni E. Guðleifsson, ráðunautur á Möðruvöllum, hafi gengið leiðina í áföngum á nokkrum árum. Það var faðir bræðranna, Hjörtur Eldjárn Þórarinsson (1920-1996), bóndi á Tjörn, sem í raun átti hugmyndina að ferð þeirra. „Pabbi skrifaði í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1990 að gaman væri fyrir ungt og hraust fólk að prófa að ganga eggjarnar. Þetta er mikil og skemmtileg áskorun, ég tala ekki um ef hún heppnast. Þó við bræður séum kannski ekki svo ungir lengur þá erum við sæmilega hraustir,“ segir Kristján, sem fyrir nokkrum árum varð fyrir því að hryggbrotna í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi en kveðst hafa náð sér. Kristján segir leiðina um eggjarnar hálfnaða á Heljardalsheiði. „Þar er skáli og að honum liggur vegur upp úr Svarfaðardalnum,“ lýsir hann og heldur áfram: „Eiginkonurnar ætla að koma til móts við okkur þar með nýjar vistir og Steinunn systir ætlar að slást í för með okkur afganginn af ferðinni.“ Veður er ákjósanlegt til göngu þegar samtal okkar Kristjáns fer fram. „Við lögðum af stað í glampandi sól upp Hámundarhálsinn en nú hefur aðeins dregið fyrir. Við erum auðvitað mjög seldir undir veður,“ segir hann og viðurkennir að fyrsti dagurinn sé dálítið strembinn þar sem hækkunin sé mikil og dagleiðin 19 kílómetrar. „Við stefnum að því að tjalda á Sælufjalli. Það hlýtur að verða alsæla!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira