Borgaryfirvöld ráðast í aðgerðir vegna vanda heimilislauss fólks Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Á aukafundi borgarráðs Reykjavíkur sem var haldinn var í gær að beiðni minnihlutaflokka. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Tillögur um húsnæðismál fólks sem telst utangarðs voru samþykktar í gærmorgun á aukafundi borgarráðs sem minnihluti ráðsins óskaði eftir. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir miður að ekki hafi verið samþykkt neyðarúrræði sem taka á brýnasta vandanum án tafar. Alls samþykkti borgarráð átta tillögur meirihluta um aðgerðir í húsnæðismálum og eina frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands. Flestum tillögum minnihlutans var hins vegar vísað til frekari skoðunar hjá velferðarráði og fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt var að útvega fimm lóðir fyrir allt að 25 smáhýsi á þessu ári, bæta þjónustu í samstarfi við ríkið um heilbrigðisþjónustu utangarðsfólks og að velferðarsvið ljúki tillögugerð um áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk sem telst utangarðs. Einnig var samþykkt að fara í viðræður við ríkisvaldið og verkalýðshreyfinguna um breytingar á reglum um stofnframlög og áskorun til ráðherra húsnæðismála um að sveitarfélögum verði gert skylt að fjölga félagslegum íbúðum að ákveðnu hlutfalli við íbúafjölda.Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista.Fréttablaðið/StefánAuk þess verði teknar upp viðræður við önnur sveitarfélög um þátttöku í kostnaði við úrræði sem íbúar viðkomandi sveitarfélaga nýta sér en borgin ber „hitann og þungann“ af, eins og orðað er í tilkynningu Reykjavíkurborgar um fundinn. Þá var samþykkt tillaga Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á fundinum, um að kanna væntingar og þarfir einstaklinga í húsnæðisvanda. Sanna telur þó að gera hefði mátt betur og segist óánægð með að mörgum tillögum hafi verið vísað inn í ráð. Hún nefnir tillögu sína um neyðarhúsnæði sem var vísað í velferðarráð sem tekur ekki aftur til starfa fyrr en 10. ágúst. „Með því að vísa neyðarúrræðum í ráð erum við ekki að taka á þessum brýna vanda eins fljótt og unnt er. Þó að langtímalausnir séu mikilvægar þurfum við samt sem áður neyðarúrræði sem heimilislaust fólk getur gripið til,“ segir Sanna. Hún segir gott að vinna sé hafin í málaflokknum en veltir fyrir sér hvernig meirihlutinn hafi leyft stöðunni að verða eins og hún er. „Þetta er ekki eitthvað sem á að sitja á hakanum. Maður skynjaði á málflutningi meirihlutans að hann vildi ekki axla ábyrgð með því að vísa í að ríki og önnur sveitarfélög þurfi einnig að koma að málinu. Reykjavíkurborg ber ábyrgð á þessari stöðu og við þurfum strax lausnir fyrir einstaklinga í neyð.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00 „Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24 Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samruni N1, Krónunnar og Elko og málefni heimilislausra eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast kl. 18:30. 31. júlí 2018 18:00
„Hefði viljað sjá meiri kraft til aðgerða á þessum fundi“ Farið var vítt og breitt yfir stöðu heimilislausra í borginni á aukafundi í borgarráði í dag. 31. júlí 2018 17:24
Boða til aukafundar: „Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum“ Boðað hefur verið til aukafundar í borgarráði á morgun klukkan 11. 30. júlí 2018 11:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent