Kristín „nagli“ berst tveggja ára við sjaldgæfa tegund af krabbameini Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 09:00 Kristín Halldórsdóttir greindist með illkynja æxli í heila skömmu eftir tveggja ára afmælið sitt. Mynd/Úr einkasafni Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Kristín Halldórsdóttir greindist í júní með illkynja æxli í heila sem hafði dreift sér niður mænuna. Kristín er aðeins tveggja ára gömul og berst af fullum krafti í veikindunum enda hefur hún strax fengið viðurnefnið Kristín „nagli.“ Starfsfólk leikskólans hennar, Múlaborgar , ætla að hlaupa fyrir hana í Reykjavíkurmaraþoninu. Bæði móðir og amma Kristínar eru starfsmenn leikskólans. Hópurinn hleypur í nafni Kristínar og safnar áheitum til styrktar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og með þeim hlaupa líka eldri bræður Kristínar, Arnór Bjarki og Brynjar Bjarmi sem eru níu og fimmtán ára. „Ég er vinkona Birgittu mömmu hennar Kristínar eins og fleiri og við fengum þessar fréttir að stelpan hennar væri alvarlega veik. Manni langar svo til að gera eitthvað til að hjálpa en auðvitað er bara fátt sem er hægt að gera, annað en að senda góðar hugsanir og kærleikskveðjur,“ segir Rakel Þorsteinsdóttir þroskaþjálfi á Múlaborgi í samtali við Vísi. Rakel er ein þeirra sem ætlar að taka þátt fyrir þennan málstað.Kristín er sú fyrsta sem greinist með þessa tegund krabbameins hér á landi.Mynd/Úr einkasafniFyrst til að greinast hér á landi „Þegar hlaupið var auglýst þá sáum við einhverja leið til þess að hjálpa og til þess að styrkja SKB, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Við völdum það félag því að við höfðum heyrt að það hafi gert góða hluti fyrir fólk í þessari stöðu. Við ákváðum að sameinast sem hópur og síðan bættist í hópinn, meðal annars bræður hennar Kristínar litlu og fleiri fjölskyldumeðlimir.“ Kristín er að berjast við sjaldgæfa tegund krabbameins og framundan er löng og ströng barátta hjá fjölskyldunni. „Hún greinist með sjaldgæfa tegund sem heitir ETMR en það er krabbamein sem leggst á heila og miðtaugakerfið. Það greinist aðallega hjá ungum börnum en þetta er fyrsta tilfellið á landinu.“ Kristín hefur í sumar verið í rannsóknum og meðferðum og lítið er vitað um það hvernig framhaldið verður. Hún er núna að byrja sína fjórðu lotu í meðferðinni. „Við erum bara að sýna þeim samstöðu með þessu og hvetja Kristínu nagla áfram og hennar fjölskyldu og allar fjölskyldur sem að eru í þessum erfiðu sporum.“Kristín með bræðrum sínum Arnóri Bjarka og Brynjari Bjarma. Foreldrar þeirra eru Halldór Geir Jensson og Birgitta Rut BirgisdóttirMynd/Úr einkasafniTeikning eftir Kristínu á bolunum Rakel segir að það sé ekki að ástæðulausu sem þessi duglega litla stúlka fékk viðurnefnið sitt.„Það er kraftur í þessari stelpu og ástæða fyrir viðurnefninu nagli. Það er rosalegur kraftur í henni en þetta er náttúrulega erfitt að eiga við, þessi tegund.“ Um þrjátíu hlaupa saman í nafni Kristínar og ætla þau að halda hópinn allt hlaupið og klára þetta saman. „Við létum prenta boli fyrir okkur. Kristín litla teiknaði mynd sem mamma hennar sendi okkur. Við létum prenta myndina hennar á bolinn og munum hlaupa í honum. Það stendur líka Kristín „nagli“ Halldórsdóttir á honum. Það ætti að vera auðvelt að þekkja okkur.“Starfsfólk Múlaborgar í flottu bolunum sem hópurinn hleypur í.Mynd/Rakel ÞorsteinsdóttirÞakklát fyrir samhuginn „Hún er að byrja sína fjórðu meðferð en fer heim í pásur á milli,“ segir Kristín Árnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Múlaborg. Hún er einnig amma Kristínar litlu svo þetta framtak stendur henni mjög nærri. Hún tekur einnig þátt í hlaupinu sjálf. „Ég er mjög glöð með þetta frábæra framtak á þessum vinnustað og þessa miklu samheldni og samhug sem að þau sýna með þessu hlaupi.“Hægt er að heita á hópinn á síðunni Hlaupastyrkur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira