Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 2-2 │Tvö mörk í lokin í dramatísku jafntefli Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 19. ágúst 2018 21:00 vísir/daníel Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. Stjörnumenn byrjuðu betur og voru ógnandi fyrstu mínúturnar. Grindvíkingar voru þó þéttir fyrir og ógnuðu vel með sínum skyndisóknum. Þeir komust síðan betur og betur inn í leikinn og á 40.mínútu skoraði Aron Jóhannsson með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Elias Tamburini. Á 57.mínútu jöfnuðu Stjörnumenn síðan leikinn með marki sem skráist sem sjálfsmark Kristijan Jajalo markmanns Grindavíkur. Hilmar Árni Halldórsson tók þá aukaspyrnu sem fór í stöngina og síðan í Jajalo og inn. Eftir þetta bjuggust flestir við að Stjarnan myndi pressa vel á heimamenn eftir sigurmarki. Það var hins vegar lítið um færi næstu mínútur og helst Grindavík sem átti fínar skyndisóknir. Á 86.mínútu fengu þeir einmitt eina slíka. Rene Joensen var þá með boltann við teiginn og átti bara eftir að senda hann í hlaupaleiðina hjá Will Daniels sem hefði þá verið í dauðafæri. Sending Færeyingsins kom hins vegar alltof seint, Stjörnumenn unnu boltann og geystust í sókn hinu megin sem lauk með góðu marki Guðjóns Baldvinssonar. Þarna héldu flestir að sigurmarkið væri komið en heimamenn voru á öðru máli. Eftir snögga sókn fékk áðurnefndur Daniels boltann frá Rodrigo Mateo og kláraði vel og jafnaði metin. Lokatölur urðu 2-2 og bæði lið fóru frekar ósátt af velli enda töpuð stig í baráttu á toppnum og um Evrópusæti.Af hverju varð jafntefli?Grindvíkingar fengu hættulegri færi í dag þó svo að Stjarnan hafi verið meira með boltann og sótt meira. Heimamenn fóru hins vegar ekki vel með þau færi sem þeir fengu og leikurinn kristallaðist líklega í atburðarásinni þegar Stjarnan komst í 2-1 þar sem Grindavík var í kjörstöðu nokkrum sekúndum áður. Klaufaskapur Stjörnunnar í lokin varð til þess að þeir fóru ekki með sigur af hólmi en Grindvíkingar áttu stigið skilið með fínni frammistöðu í dag.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík var Björn Berg Bryde sterkur í vörninni líkt og oftast áður og þá átti Sító fína spretti en fór illa með fín færi. Rodrigo Mateo byrjaði ekki vel en vann sig ágætlega inn í leikinn og skilaði fínni frammistöðu. Elias Tamburini lagði upp fyrra markið í kvöld og hefur komið sterkur inn í Grindavíkurliðið. Hjá Stjörnunni var Eyjólfur Héðinsson góður á miðjunni og þá var Guðjón sívinnandi í framlínunni. Það vantaði hins vegar töluvert uppá frammistöðuna hjá mörgum lykilmönnum liðsins og þeir þurfa að girða sig í brók fyrir stórleikina sem framundan eru.Hvað gekk illa?Stjörnumenn voru fremur hægir í sínum sóknaraðgerðum. Alex Þór Hauksson var í banni og í fjarveru hans var Baldur Sigurðsson færður aftar og Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem hefur verið frábær í síðustu leikjum, spilaði í holunni fyrir aftan Guðjón. Guðmundur Steinn fann sig engan veginn þar og það var ekki fyrr en Þorri Geir Rúnarsson kom inn og Baldur var færður framar sem sóknin tikkaði aðeins betur. Grindavík þurfti meiri gæði á síðasta þriðjungi vallarins til þess að vinna í dag. Þeir komu sér oft í fínar stöður en vantaði herslumuninn til að reka endahnútinn á sínar sóknir.Hvað gerist næst?Stjarnan á stórleik á laugardaginn gegn toppliði Breiðabliks. Þetta verður algjör lykilleikur í toppbaráttunni sem og leikurinn þar á eftir gegn Íslandsmeisturum Vals. Eftir þessa tvo leiki verður áhugavert að skoða stöðuna á toppnum. Grindvíkingar fara á Floridana-völlinn í Árbænum og mæta þar fallkandídötum Fylkis. Þar verður án efa hart barist og Suðurnesjamenn þurfa þrjú stig ætli þeir ekki að missa liðin á undan sér lengra fram úr sér. Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara meðÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Andri Marínó„Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu. Rúnar Páll: Spilum ekki okkar besta leikRúnar Páll var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/ernir„Að sjálfsögðu er ég ósáttur með að ná ekki að halda þessu hér í lokin. Við erum klaufar að ná ekki að þétta liðið betur þegar komið er á 90.mínútu. Við spilum ekki okkar besta leik í dag og Grindavíkurliðið var bara gott á móti okkur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við áttum í basli með skyndisóknirnar þeirra en fengum fín færi til að klára þetta og þeir líka. Þetta var hörkuslagur og við komum til að sækja þrjú stig en fengum bara eitt og þurfum að sætta okkur við það.“ „Mér fannst dofi yfir okkur og fannst við eiga miklu meira inni og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum langt frá mönnum og langt frá hvor öðrum. Við getum gert miklu betur og þurfum að gera það í næstu leikjum,“ bætti Rúnar við en framundan eru stórleikir gegn hinum toppliðunum, Breiðablik og Val. „Ég sé fyrir mér baráttu allt til enda. Nú mætum við Breiðablik á laugardag og það er næsti slagur. Við þurfum sigur þar ef við ætlum að vera með.“ Haraldur: Ekki gott að vera með of marga mennHaraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.vísir/ernir„Auðvitað eru þetta mikil vonbrigði því við náum að snúa leiknum við á erfiðum velli. Við náðum ekki okkar besta leik og eigum að klára leikinn,“ sagði Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld en Grindvíkingar jöfnuðu metin á lokamínútu leiksins. Stjörnumenn léku erfiðan bikarleik gegn FH á miðvikudag. Var erfitt að gíra sig upp fyrir þennan leik eftir þann slag? „Alls ekki, við erum vanir að spila tvisvar í viku undanfarið og það er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það er skemmtilegt að hafa alla þessa leiki og sigurinn gegn FH var stór en við höfum ekki unnið neitt. Við ætluðum að taka þrjú stig en það gekk ekki alveg eftir.“ Alex Þór Hauksson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru í leikbanni í dag en Haraldur var alls ekki á því að það hafi sést á liðinu að tvo lykilmenn hafi vantað. „Það eru engir aukvisar sem koma inn í liðið eða eru á bekknum. Við vorum með nokkra unga sem hafa sýnt á æfingum að þeir eru mjög góðir. Ég held að það sé ekkert of gott í svona stuttu móti að vera með alltof marga menn, það skapar bara pirring í liðinu. Við erum með gott teymi sem heldur mannskapnum ferskum og mjög fínan hóp sem er vel stilltur.“ Framundan eru tveir stórleikir gegn Blikum og Val en Haraldur sagði mikilvægt að fara ekki fram úr sér. „Ef við vinnum Blika og töpum rest þá skiptir sá sigur engu máli. Við þurfum að taka einn leik í einu og byrja á því að vinna Blika og taka svo Val. Það er erfitt prógramm framundan en það er bara skemmtilegt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með "Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ 19. ágúst 2018 20:26
Grindavík og Stjarnan skildu jöfn í dramatískum leik í 17.umferð Pepsi-deildarinnar í Grindavík í kvöld. Stjarnan komst yfir á 86.mínútu en varamaðurinn Will Daniels jafnaði á lokamínútu leiksins og tryggði heimamönnum stigið. Stjörnumenn byrjuðu betur og voru ógnandi fyrstu mínúturnar. Grindvíkingar voru þó þéttir fyrir og ógnuðu vel með sínum skyndisóknum. Þeir komust síðan betur og betur inn í leikinn og á 40.mínútu skoraði Aron Jóhannsson með skoti úr vítateignum eftir sendingu frá Elias Tamburini. Á 57.mínútu jöfnuðu Stjörnumenn síðan leikinn með marki sem skráist sem sjálfsmark Kristijan Jajalo markmanns Grindavíkur. Hilmar Árni Halldórsson tók þá aukaspyrnu sem fór í stöngina og síðan í Jajalo og inn. Eftir þetta bjuggust flestir við að Stjarnan myndi pressa vel á heimamenn eftir sigurmarki. Það var hins vegar lítið um færi næstu mínútur og helst Grindavík sem átti fínar skyndisóknir. Á 86.mínútu fengu þeir einmitt eina slíka. Rene Joensen var þá með boltann við teiginn og átti bara eftir að senda hann í hlaupaleiðina hjá Will Daniels sem hefði þá verið í dauðafæri. Sending Færeyingsins kom hins vegar alltof seint, Stjörnumenn unnu boltann og geystust í sókn hinu megin sem lauk með góðu marki Guðjóns Baldvinssonar. Þarna héldu flestir að sigurmarkið væri komið en heimamenn voru á öðru máli. Eftir snögga sókn fékk áðurnefndur Daniels boltann frá Rodrigo Mateo og kláraði vel og jafnaði metin. Lokatölur urðu 2-2 og bæði lið fóru frekar ósátt af velli enda töpuð stig í baráttu á toppnum og um Evrópusæti.Af hverju varð jafntefli?Grindvíkingar fengu hættulegri færi í dag þó svo að Stjarnan hafi verið meira með boltann og sótt meira. Heimamenn fóru hins vegar ekki vel með þau færi sem þeir fengu og leikurinn kristallaðist líklega í atburðarásinni þegar Stjarnan komst í 2-1 þar sem Grindavík var í kjörstöðu nokkrum sekúndum áður. Klaufaskapur Stjörnunnar í lokin varð til þess að þeir fóru ekki með sigur af hólmi en Grindvíkingar áttu stigið skilið með fínni frammistöðu í dag.Þessir stóðu upp úr:Hjá Grindavík var Björn Berg Bryde sterkur í vörninni líkt og oftast áður og þá átti Sító fína spretti en fór illa með fín færi. Rodrigo Mateo byrjaði ekki vel en vann sig ágætlega inn í leikinn og skilaði fínni frammistöðu. Elias Tamburini lagði upp fyrra markið í kvöld og hefur komið sterkur inn í Grindavíkurliðið. Hjá Stjörnunni var Eyjólfur Héðinsson góður á miðjunni og þá var Guðjón sívinnandi í framlínunni. Það vantaði hins vegar töluvert uppá frammistöðuna hjá mörgum lykilmönnum liðsins og þeir þurfa að girða sig í brók fyrir stórleikina sem framundan eru.Hvað gekk illa?Stjörnumenn voru fremur hægir í sínum sóknaraðgerðum. Alex Þór Hauksson var í banni og í fjarveru hans var Baldur Sigurðsson færður aftar og Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem hefur verið frábær í síðustu leikjum, spilaði í holunni fyrir aftan Guðjón. Guðmundur Steinn fann sig engan veginn þar og það var ekki fyrr en Þorri Geir Rúnarsson kom inn og Baldur var færður framar sem sóknin tikkaði aðeins betur. Grindavík þurfti meiri gæði á síðasta þriðjungi vallarins til þess að vinna í dag. Þeir komu sér oft í fínar stöður en vantaði herslumuninn til að reka endahnútinn á sínar sóknir.Hvað gerist næst?Stjarnan á stórleik á laugardaginn gegn toppliði Breiðabliks. Þetta verður algjör lykilleikur í toppbaráttunni sem og leikurinn þar á eftir gegn Íslandsmeisturum Vals. Eftir þessa tvo leiki verður áhugavert að skoða stöðuna á toppnum. Grindvíkingar fara á Floridana-völlinn í Árbænum og mæta þar fallkandídötum Fylkis. Þar verður án efa hart barist og Suðurnesjamenn þurfa þrjú stig ætli þeir ekki að missa liðin á undan sér lengra fram úr sér. Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara meðÓli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.Vísir/Andri Marínó„Ég er bara hundfúll að hafa ekki tekið þrjú stig. Við lögðum mikla vinnu í vikunni í undirbúning fyrir leik gegn frábæru Stjörnuliði. Við skilum vikunni inn í leikinn með góðri frammistöðu, erum að skapa okkur fullt af færum og góðum stöðum til að skora fjögur mörk í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir dramatískt jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli í dag. „Við fórum ekki vel með færin en úr því sem komið var, við að elta og lítið eftir, þá er geggjaður karakter að jafna og ná í vel verðskuldað stig,“ bætti Óli við. Grindvíkingar voru í frábærri stöðu til að komast yfir hálfri mínútu áður en Stjarnan skoraði sitt annað mark á 86.mínútu en Rene Joensen fór þá illa með góða sókn þar sem heimamenn voru þrír gegn tveimur. Þjálfarar Grindavíkur voru ekkert að fela gremju sína eftir það atvik. „Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ „Einbeitingin þarf að vera 100% og ef að það hefði verið, þetta var vissulega seint í leiknum og menn orðnir þreyttir, en ef hann hefði gefið sekúndu fyrr þá hefði Will farið einn gegn markmanni og hugsanlega skorað sigurmark. Við fáum mark á okkur í staðinn sem gerir tilfinninguna enn súrari,“ sagði Óli Stefán. Grindvíkingar eru með í baráttu um hið mikilvæga 4.sæti og sagði Óli Stefán að þeir þyrftu að horfa á liðin fyrir ofan sig og stefna þangað. „Ég spurði strákana eftir Valsleikinn: Trúið þið að við séum nógu góðir til að vera í topp sex baráttu og Evrópubardaga? Þessari spurningu þurftu þeir að svara með frábærum æfingum og frammistöðu í dag. Þeir svöruðu spurningunni frábærlega og það var aðalmálið eftir Valsleikinn.“ „Ég þoli ekki að fljóta bara með í deildinni mig langar að gera eitthvað meira og nú þurfum við bara að horfa upp fyrir okkur og á tækifærin þar. Það er miklu skemmtilegri barátta og okkar strákar þurfa að taka þroskaskrefið og með frammistöðunni í dag kom svarið sterkt frá þeim. Frammistaðan þarf svo að skila sér í næstu leiki líka,“ sagði Óli Stefán að endingu. Rúnar Páll: Spilum ekki okkar besta leikRúnar Páll var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/ernir„Að sjálfsögðu er ég ósáttur með að ná ekki að halda þessu hér í lokin. Við erum klaufar að ná ekki að þétta liðið betur þegar komið er á 90.mínútu. Við spilum ekki okkar besta leik í dag og Grindavíkurliðið var bara gott á móti okkur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við áttum í basli með skyndisóknirnar þeirra en fengum fín færi til að klára þetta og þeir líka. Þetta var hörkuslagur og við komum til að sækja þrjú stig en fengum bara eitt og þurfum að sætta okkur við það.“ „Mér fannst dofi yfir okkur og fannst við eiga miklu meira inni og sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum langt frá mönnum og langt frá hvor öðrum. Við getum gert miklu betur og þurfum að gera það í næstu leikjum,“ bætti Rúnar við en framundan eru stórleikir gegn hinum toppliðunum, Breiðablik og Val. „Ég sé fyrir mér baráttu allt til enda. Nú mætum við Breiðablik á laugardag og það er næsti slagur. Við þurfum sigur þar ef við ætlum að vera með.“ Haraldur: Ekki gott að vera með of marga mennHaraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.vísir/ernir„Auðvitað eru þetta mikil vonbrigði því við náum að snúa leiknum við á erfiðum velli. Við náðum ekki okkar besta leik og eigum að klára leikinn,“ sagði Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld en Grindvíkingar jöfnuðu metin á lokamínútu leiksins. Stjörnumenn léku erfiðan bikarleik gegn FH á miðvikudag. Var erfitt að gíra sig upp fyrir þennan leik eftir þann slag? „Alls ekki, við erum vanir að spila tvisvar í viku undanfarið og það er það skemmtilegasta sem maður gerir. Það er skemmtilegt að hafa alla þessa leiki og sigurinn gegn FH var stór en við höfum ekki unnið neitt. Við ætluðum að taka þrjú stig en það gekk ekki alveg eftir.“ Alex Þór Hauksson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru í leikbanni í dag en Haraldur var alls ekki á því að það hafi sést á liðinu að tvo lykilmenn hafi vantað. „Það eru engir aukvisar sem koma inn í liðið eða eru á bekknum. Við vorum með nokkra unga sem hafa sýnt á æfingum að þeir eru mjög góðir. Ég held að það sé ekkert of gott í svona stuttu móti að vera með alltof marga menn, það skapar bara pirring í liðinu. Við erum með gott teymi sem heldur mannskapnum ferskum og mjög fínan hóp sem er vel stilltur.“ Framundan eru tveir stórleikir gegn Blikum og Val en Haraldur sagði mikilvægt að fara ekki fram úr sér. „Ef við vinnum Blika og töpum rest þá skiptir sá sigur engu máli. Við þurfum að taka einn leik í einu og byrja á því að vinna Blika og taka svo Val. Það er erfitt prógramm framundan en það er bara skemmtilegt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með "Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ 19. ágúst 2018 20:26
Óli Stefán: Þoli ekki að fljóta bara með "Ég viðurkenni það að ég varð brjálaður. Auðvitað gerist svona í fótboltaleikjum og menn mega auðvitað gera mistök en við verðum að nýta þessi tækifæri vel gegn þessum toppliðum.“ 19. ágúst 2018 20:26
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti