Veðurspáin, meðaltími hlaupara og aðrar áhugaverðar upplýsingar fyrir Reykjavíkurmaraþonið Birgir Olgeirsson skrifar 16. ágúst 2018 16:47 Veðrið verður afar gott á hlaupadegi gangi spáin eftir. Vísir/Daníel Rúnarsson Það verður einmuna blíða þegar um 15 þúsund manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Spár gera ráð fyrir að hæðahryggur ráði ríkjum yfir vestanverðu landinu sem þýðir að útlit er fyrir þurrt og sólríkt veður. Veðurstofa Íslands segir horfur á vindi úr norðvestri, kringum sex metra á sekúndu sem kallað er stinningsgola á gamla vindstigakvarðanum. Hafáttin þýðir að hiti á opinbera mæla í skugga nær varla nema 12 til 13 stigum, en í skjóli á sólríkum stað verður hlýrra. Um kvöldið er gert ráð fyrir að vind lægi og hitatölurnar síga niðurávið þegar sólar nýtur ekki lengur við. Það þýðir að framan af degi er þörf á sólarvörn en um kvöldið ætti að smeygja sér í hlýja peysu. Keppendur í maraþoni og hálfmaraþoni verða ræstir út klukkan 08:40 á laugardag. Keppendur í maraþoni eru um 1.550 manns en af þeim eru þrettán hundruð erlendir þátttakendur. Tæplega 3.000 eru skráðir í hálft maraþon. Klukkan 09:35 eru þátttakendur í tíu kílómetra hlaupi ræstir út en tæplega sex þúsund manns eru skráðir til leiks þar.Um 15.000 manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.Vísir/Daníel RúnarssonEinar Gunnar Guðmundsson hefur tekið saman tölfræði úr Reykjavíkurmaraþoninu og birt á vef sínum. Samkvæmt þeim gögnum sem Einar hefur tekið saman var meðaltími hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra eftirfarandi:10 kílómetra hlaupKarlar: 59 mínútur og 41 sekúndaKonur: Ein klukkustund og tíu mínúturHálft maraþonKarlar: Ein klukkustund og 58 mínúturKonur: Tvær klukkustundir og 13 mínúturMaraþonKarlar: Fjórar klukkustundir og tíu mínúturKonur: Fjórar klukkustundir og 30 mínútur Þeir sem eru skráðir þurfa að sækja hlaupagögn í Laugardalshöll. Hægt er að sækja gögnin til klukkan 20 í kvöld en á morgun er hægt að nálgast gögnin á milli klukkan 14 og 19. Samkvæmt reglum hlaupsins er skulu þátttakendur kynna sér hlaupaleiðir og hlaupa eftir þeirri braut sem skilgreind hefur verið af hlaupahaldara.Hér má kynna sér hlaupaleiðirnar.Í Reykjavíkurmaraþoninu býðst hlaupurum í tíu kílómetra hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. Hraðastjórarnir, sem eru allir vanir hlauparar, munu hlaupa á eftirtöldum tímum:10 km hlaup45 mínútur Gísli Páll Reynisson50 mínútur Friðleifur Friðleifsson55 mínútur Ásta Laufey Aðalsteins60 mínútur Sigríður Gísladóttir og Árni Gústafsson65 mínútur Jóhanna Eiríksdóttir og Karl Gíslason70 mínútur Pétur ValdimarssonHálfmaraþon1 klst og 40 mínútur Birna Varðardóttir Gunnarsson og Inga Dís Karlsdóttir1 klst og 45 mínútur Melkorka Árný Kvaran og Þorsteinn Tryggvi Másson1 klst og 50 mínútur Friðrik Ármann Guðmundsson og Svanhildur Þengilsdóttir1 klst og 55 mínútur Daði Jónsson og Kristján Hrafn Guðmundsson2 klukkustundir Jóhanna Arnórsdóttir og Bryndís ErnstdóttirMaraþon4 klst Dagur Egonsson og Ólafur Briem Eru þátttakendur hvattir til að kynna sér hraðahólfi vel við upphaf hlaupsins og velja sér hólf sem er á þeim tíma sem þeir ætla sér að hlaupa á. Hægt er að kynna sér hraðahólfin hér. Á hlaupadeginum sjálfum er þátttakendum ráðlagt að fá sér morgunmat sem þeir vita að fer vel í þá nokkru fyrir keppni og drekka nóg ef hlaupa á lengri vegalengdir. Þá er keppendum ráðlagt frá því að reyna einhverja nýja hluti heldur halda sig við sína rútínu. Hlaupurum er ráðlagt að fara fremur hægt af stað til að koma í veg fyrir að þeir springi á leiðinni á og gefist upp. Mikill æsingur getur verið við rásmarkið og því mikilvægt fyrir marga að halda ró til að fara ekki of geyst af stað. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Það verður einmuna blíða þegar um 15 þúsund manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Spár gera ráð fyrir að hæðahryggur ráði ríkjum yfir vestanverðu landinu sem þýðir að útlit er fyrir þurrt og sólríkt veður. Veðurstofa Íslands segir horfur á vindi úr norðvestri, kringum sex metra á sekúndu sem kallað er stinningsgola á gamla vindstigakvarðanum. Hafáttin þýðir að hiti á opinbera mæla í skugga nær varla nema 12 til 13 stigum, en í skjóli á sólríkum stað verður hlýrra. Um kvöldið er gert ráð fyrir að vind lægi og hitatölurnar síga niðurávið þegar sólar nýtur ekki lengur við. Það þýðir að framan af degi er þörf á sólarvörn en um kvöldið ætti að smeygja sér í hlýja peysu. Keppendur í maraþoni og hálfmaraþoni verða ræstir út klukkan 08:40 á laugardag. Keppendur í maraþoni eru um 1.550 manns en af þeim eru þrettán hundruð erlendir þátttakendur. Tæplega 3.000 eru skráðir í hálft maraþon. Klukkan 09:35 eru þátttakendur í tíu kílómetra hlaupi ræstir út en tæplega sex þúsund manns eru skráðir til leiks þar.Um 15.000 manns taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag.Vísir/Daníel RúnarssonEinar Gunnar Guðmundsson hefur tekið saman tölfræði úr Reykjavíkurmaraþoninu og birt á vef sínum. Samkvæmt þeim gögnum sem Einar hefur tekið saman var meðaltími hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra eftirfarandi:10 kílómetra hlaupKarlar: 59 mínútur og 41 sekúndaKonur: Ein klukkustund og tíu mínúturHálft maraþonKarlar: Ein klukkustund og 58 mínúturKonur: Tvær klukkustundir og 13 mínúturMaraþonKarlar: Fjórar klukkustundir og tíu mínúturKonur: Fjórar klukkustundir og 30 mínútur Þeir sem eru skráðir þurfa að sækja hlaupagögn í Laugardalshöll. Hægt er að sækja gögnin til klukkan 20 í kvöld en á morgun er hægt að nálgast gögnin á milli klukkan 14 og 19. Samkvæmt reglum hlaupsins er skulu þátttakendur kynna sér hlaupaleiðir og hlaupa eftir þeirri braut sem skilgreind hefur verið af hlaupahaldara.Hér má kynna sér hlaupaleiðirnar.Í Reykjavíkurmaraþoninu býðst hlaupurum í tíu kílómetra hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim. Hraðastjórarnir, sem eru allir vanir hlauparar, munu hlaupa á eftirtöldum tímum:10 km hlaup45 mínútur Gísli Páll Reynisson50 mínútur Friðleifur Friðleifsson55 mínútur Ásta Laufey Aðalsteins60 mínútur Sigríður Gísladóttir og Árni Gústafsson65 mínútur Jóhanna Eiríksdóttir og Karl Gíslason70 mínútur Pétur ValdimarssonHálfmaraþon1 klst og 40 mínútur Birna Varðardóttir Gunnarsson og Inga Dís Karlsdóttir1 klst og 45 mínútur Melkorka Árný Kvaran og Þorsteinn Tryggvi Másson1 klst og 50 mínútur Friðrik Ármann Guðmundsson og Svanhildur Þengilsdóttir1 klst og 55 mínútur Daði Jónsson og Kristján Hrafn Guðmundsson2 klukkustundir Jóhanna Arnórsdóttir og Bryndís ErnstdóttirMaraþon4 klst Dagur Egonsson og Ólafur Briem Eru þátttakendur hvattir til að kynna sér hraðahólfi vel við upphaf hlaupsins og velja sér hólf sem er á þeim tíma sem þeir ætla sér að hlaupa á. Hægt er að kynna sér hraðahólfin hér. Á hlaupadeginum sjálfum er þátttakendum ráðlagt að fá sér morgunmat sem þeir vita að fer vel í þá nokkru fyrir keppni og drekka nóg ef hlaupa á lengri vegalengdir. Þá er keppendum ráðlagt frá því að reyna einhverja nýja hluti heldur halda sig við sína rútínu. Hlaupurum er ráðlagt að fara fremur hægt af stað til að koma í veg fyrir að þeir springi á leiðinni á og gefist upp. Mikill æsingur getur verið við rásmarkið og því mikilvægt fyrir marga að halda ró til að fara ekki of geyst af stað.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira