Madonna sextug Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 06:02 Madonna var fimm ára þegar hún missti móður sína. Henni gekk vel í skóla og dreymdi um að verða nunna. Krossar eru áberandi skart á ferli hennar. Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn „Ég lít ekki þannig á að ég eigi í baráttu við elli kerlingu. Ég held bara áfram að lifa mínu lífi, rétt eins og ég hef alltaf gert og geri ekkert öðruvísi. Ég held áfram að vera skapandi, starfa að list minni, skrifa, fræðast, ferðast um heiminn og vera ævintýragjörn. Ég hlusta á börnin mín, veiti þeim athygli og horfi á heiminn með þeirra augum, en allt heldur það manni ungum,“ sagði Madonna í nýlegu viðtali við tímaritið The Cut sem tekið var í aðdraganda sextugsafmælisins. Madonna býr nú í Lissabon, höfuðborg Portúgals, ásamt fjórum börnum sem hún ættleiddi frá Malaví á árunum 2006 til 2017. „Ég hefði vel getað búið áfram í New York en það heldur manni ungum og lifandi að stíga út fyrir þægindarammann. Ég hef tileinkað mér að vera ekki værukær heldur taka sífellt nýja áhættu. Sumir kjósa að setjast í helgan stein á þessum tímamótum en það er ekki fyrir mig. Vitaskuld þarf maður líka að hugsa vel um sig, borða næringarríkan mat og huga að daglegri hreyfingu, en ég hef ætíð hugsað vel um sjálfa mig, hef til dæmis aldrei reykt og fer ekki í sólböð.“ Madonna er gjarnan ögrandi á sviði og sýnir óhikað stæltan kroppinn.Fer eigin leiðir Madonna er femínískt náttúruafl. Hún hefur unnið ötullega að baráttumálum kvenna og talað hátt gegn aldursfordómum. „Okkur vantar fyrirmyndir. Margir óttast það sem þeir ekki þekkja en konur hafa nú aðra stöðu í heiminum. Við finnum okkur fleiri verkefni og berjumst fyrir jafnrétti. Á sama tíma þurfum við að sinna eigin frama og okkur sjálfum. Það gerum við með því að vera áfram forvitnar um lífið, lifa því lifandi og gera sjálfum okkur gott.“ Madonna segir engar reglur gilda þegar kemur að lífi og tilveru eldri kvenna. „Það er úrelt og fáránleg hugmynd feðraveldisins að konur hætti að vera skemmtilegar, forvitnilegar, fallegar og kynæsandi eftir fertugt. Af hverju ættu karlar einir mega vera ævintýragjarnir, kynferðislegir og skemmta sér fram á grafarbakkann? Við konur eigum að berjast gegn þessari tímaskekkju með því að rísa upp gegn siðferðisreglum og ríkjandi viðmiðum sem banna okkur að gera slíkt hið sama. Eftir því sem fleiri konur standa saman er aðeins tímaspursmál hvenær við útrýmum þessu og sem dæmi var ég í upphafi ferilsins gagnrýnd fyrir að vera of kynferðisleg í sköpun minni en í dag þykir það sama vera hlægilegt.“ Standandi á sextugu segist Madonna vissulega upplifa aldursfordóma. „Ég er iðulega snupruð fyrir að deita yngri menn og gera hluti sem eru eyrnamerktir yngri konum, en hver bjó til þá reglu? Hver segir að ég megi ekki gera það sem ég vil? Ég mun áfram halda mínu striki og eftir tíu til tuttugu ár munu gagnrýnisraddirnar þagna. Þá verður þetta orðin viðtekin venja.“Madonna í fjólublárri paisley-dragt af virðingu og í minningu Prince.Styrkir fátæk börn í Malavi Í tilefni stórafmælisins hefur Madonna mælst til þess við aðdáendur sína að styrkja fátæk og munaðarlaus börn í Malaví.„Þegar ég kom fyrst til Malaví sá ég svo ótal mörg börn yfirgefin og munaðarlaus vegna alnæmis. Varnarleysi þeirra snart mig mjög og að sjá foreldra þeirra og fjölskyldumeðlimi liggja fyrir dauðanum, en geta ekkert gert til að breyta því. Á sama tíma dáðist ég að hamingju þeirra og gleði, þrátt fyrir mikinn missi, sorg og allsleysi. Það var lærdómsríkt, og þótt ég hefði komið til Malaví til að hjálpa sem mest ég mátti, voru það börnin sem hjálpuðu mér að þekkja þakklæti,“ segir Madonna sem hleypti af stokkunum húðlínunni MDNA Skin sem inniheldur endurnærandi jurt sem vex um alla Afríku. Stór hluti tekna af húðvörunum rennur beint til hjálparstarfs í Afríku, í menntun stúlkna, skólabyggingar, heilsugæslu og til barnalækna. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn „Ég lít ekki þannig á að ég eigi í baráttu við elli kerlingu. Ég held bara áfram að lifa mínu lífi, rétt eins og ég hef alltaf gert og geri ekkert öðruvísi. Ég held áfram að vera skapandi, starfa að list minni, skrifa, fræðast, ferðast um heiminn og vera ævintýragjörn. Ég hlusta á börnin mín, veiti þeim athygli og horfi á heiminn með þeirra augum, en allt heldur það manni ungum,“ sagði Madonna í nýlegu viðtali við tímaritið The Cut sem tekið var í aðdraganda sextugsafmælisins. Madonna býr nú í Lissabon, höfuðborg Portúgals, ásamt fjórum börnum sem hún ættleiddi frá Malaví á árunum 2006 til 2017. „Ég hefði vel getað búið áfram í New York en það heldur manni ungum og lifandi að stíga út fyrir þægindarammann. Ég hef tileinkað mér að vera ekki værukær heldur taka sífellt nýja áhættu. Sumir kjósa að setjast í helgan stein á þessum tímamótum en það er ekki fyrir mig. Vitaskuld þarf maður líka að hugsa vel um sig, borða næringarríkan mat og huga að daglegri hreyfingu, en ég hef ætíð hugsað vel um sjálfa mig, hef til dæmis aldrei reykt og fer ekki í sólböð.“ Madonna er gjarnan ögrandi á sviði og sýnir óhikað stæltan kroppinn.Fer eigin leiðir Madonna er femínískt náttúruafl. Hún hefur unnið ötullega að baráttumálum kvenna og talað hátt gegn aldursfordómum. „Okkur vantar fyrirmyndir. Margir óttast það sem þeir ekki þekkja en konur hafa nú aðra stöðu í heiminum. Við finnum okkur fleiri verkefni og berjumst fyrir jafnrétti. Á sama tíma þurfum við að sinna eigin frama og okkur sjálfum. Það gerum við með því að vera áfram forvitnar um lífið, lifa því lifandi og gera sjálfum okkur gott.“ Madonna segir engar reglur gilda þegar kemur að lífi og tilveru eldri kvenna. „Það er úrelt og fáránleg hugmynd feðraveldisins að konur hætti að vera skemmtilegar, forvitnilegar, fallegar og kynæsandi eftir fertugt. Af hverju ættu karlar einir mega vera ævintýragjarnir, kynferðislegir og skemmta sér fram á grafarbakkann? Við konur eigum að berjast gegn þessari tímaskekkju með því að rísa upp gegn siðferðisreglum og ríkjandi viðmiðum sem banna okkur að gera slíkt hið sama. Eftir því sem fleiri konur standa saman er aðeins tímaspursmál hvenær við útrýmum þessu og sem dæmi var ég í upphafi ferilsins gagnrýnd fyrir að vera of kynferðisleg í sköpun minni en í dag þykir það sama vera hlægilegt.“ Standandi á sextugu segist Madonna vissulega upplifa aldursfordóma. „Ég er iðulega snupruð fyrir að deita yngri menn og gera hluti sem eru eyrnamerktir yngri konum, en hver bjó til þá reglu? Hver segir að ég megi ekki gera það sem ég vil? Ég mun áfram halda mínu striki og eftir tíu til tuttugu ár munu gagnrýnisraddirnar þagna. Þá verður þetta orðin viðtekin venja.“Madonna í fjólublárri paisley-dragt af virðingu og í minningu Prince.Styrkir fátæk börn í Malavi Í tilefni stórafmælisins hefur Madonna mælst til þess við aðdáendur sína að styrkja fátæk og munaðarlaus börn í Malaví.„Þegar ég kom fyrst til Malaví sá ég svo ótal mörg börn yfirgefin og munaðarlaus vegna alnæmis. Varnarleysi þeirra snart mig mjög og að sjá foreldra þeirra og fjölskyldumeðlimi liggja fyrir dauðanum, en geta ekkert gert til að breyta því. Á sama tíma dáðist ég að hamingju þeirra og gleði, þrátt fyrir mikinn missi, sorg og allsleysi. Það var lærdómsríkt, og þótt ég hefði komið til Malaví til að hjálpa sem mest ég mátti, voru það börnin sem hjálpuðu mér að þekkja þakklæti,“ segir Madonna sem hleypti af stokkunum húðlínunni MDNA Skin sem inniheldur endurnærandi jurt sem vex um alla Afríku. Stór hluti tekna af húðvörunum rennur beint til hjálparstarfs í Afríku, í menntun stúlkna, skólabyggingar, heilsugæslu og til barnalækna.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira