„Er oft með kökk í hálsinum þegar þetta fólk hleypur fram hjá“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 09:15 Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Reykjavíkurmaraþonið er einn af stærstu fjáröflunarviðburðunum hjá okkar félagi,“ segir Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Við höfum verið með þeim efstu í áheitasöfnuninni síðustu ár og það eru alltaf margir hlauparar sem skrá sig, núna eru þeir í kringum 140. Bæði skiptir þetta miklu máli fyrir félagið fjárhagslega af því að við erum að fá það mikið í áheit, og svo er þetta bara svo skemmtilegur og jákvæður viðburður. Það er hægt að búa til svo skemmtilega stemningu í kringum þetta, líka í hópi þeirra sem eru ekki að hlaupa heldur standa á hliðarlínunni, eru að hvetja og fylgjast með þessu fólki sem er að leggja mikið á sig.“ Gréta bendir á að margir hlauparanna hafi mjög persónulega ástæðu fyrir áheitasöfnuninni, raunveruleika tengdan veikindum barna. „Veikindin hafa áhrif á alla fjölskylduna. Núna er til dæmis sú sem er búin að safna mest í okkar hópi er mamma drengs sem er búin að vera í baráttunni undanfarna mánuði. Þau eru á kafi í því en eru líka að brjóta það upp með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og það er líka svo skemmtilegt.“Þessi mynd er tekin við ræsingu hlaupsins í fyrra.Vísir/HannaSkiptir máli að þakkka hlaupurum SKB hefur samband við alla hlauparana sem safna áheitum fyrir félagið ár hvert. „Við setjum okkur í samband við hlauparana í gegnum Hlaupastyrk. Hlaupastyrkur er farvegur sem er náttúrulega bara ómetanlegur og við værum ekki að fá þessi áheit ef hlaupastyrkur væri ekki. Við höfum samband við hvern einasta hlaupara og þökkum honum fyrir að velja okkar félag. Svo erum við með Facebook hóp og biðjum alla að ganga í hópinn á Facebook. Svo höfum við samband við þau þar og segjum líka frá því að við verðum með hvatningarhóp.“ Gréta segir að félagið sé líka í Laugardalshöllinni þegar hlaupararnir sækja hlaupagögnin sín. „Við hvetjum hlauparana til að koma við hjá okkur og erum með eitthvað smotterí handa þeim. Við vorum með boli handa öllum í fyrra og erum með tattú. Fyrst og fremst viljum við hitta þá og þakka þeim fyrir því þetta skiptir svo miklu máli. Auðvitað eru margir að safna litlum fjárhæðum en það safnast þegar saman kemur.“ Hún er sjálf ekki hlaupari en er alltaf á hliðarlínunni í hlaupinu á hverju ári og hvetur hlauparana áfram. „Maður er oft með kökk í hálsinum þegar þetta fólk hleypur fram hjá. Þá er ég ekki að tala um mitt félagsfólk endilega, heldur er maður búinn að lesa sögurnar og sjá hvað þetta fólk er að leggja á sig og í hverju það er búið að lenda.“ Hún segir mikilvægt að þakka hlaupurunum fyrir að leggja þetta á sig og fyrir að velja þeirra málstað. Hópurinn verður við Olís í Ánanaustum og vonar Gréta að sem flestir mæti með þeim að hvetja hlauparana á laugardag. „Það sem við gerum fyrir okkar félagsmenn er fyrst og fremst að styrkja fólk til uppbyggingar og heilsueflingar, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Foreldrarnir og systkinin og börnin sjálf þurfa oft á því að halda og þurfa að passa upp á sig. Við erum til dæmis að greiða fyrir sálfræðiaðstoð.“Lést aðeins níu ára gömul Sjálf hefur Gréta verið í félaginu frá árinu 2007 þegar dóttir hennar veiktist. „Ég lenti í því að dóttir mín greindist með heilaæxli og dó nokkrum vikum seinna. Hún var tæplega níu ára. Ég segi nú að fyrst að þetta þurfti að koma fyrir mann þá þakka ég fyrir að lenda í öryggisnetinu hjá þessu félagi, þetta er ofsalega gott félag. Við reynum að grípa fólk þegar það lendir í þessu. Sem betur fer fá flestir að fara heim aftur með börnin sín, þau læknast lang flest þó að baráttan og meðferðin sé mjög erfið í mörgum tilfellum.“ Gréta hvetur þá sem hafa kost á til þess að velja sér hlaupara eða hlaupahóp til þess að heita á. Mörg félagana treysta algjörlega á styrki sem þessa. „SKB fær enga beina opinbera styrki og við erum að reka félagið alfarið fyrir svona söfnunarfé, sjálfsaflafé okkar og gjafafé bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það gengur vel en það er bara svo mikil þörf. Þegar fólk lendir í þessu þá er þetta svo mikið rask að það þarf að hjálpa fólki.“Safnast hafa meira en 73,7 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 2,6 milljónir fyrir SKB. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Reykjavíkurmaraþonið er einn af stærstu fjáröflunarviðburðunum hjá okkar félagi,“ segir Gréta Ingþórsdóttir framkvæmdastjóri SKB, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. „Við höfum verið með þeim efstu í áheitasöfnuninni síðustu ár og það eru alltaf margir hlauparar sem skrá sig, núna eru þeir í kringum 140. Bæði skiptir þetta miklu máli fyrir félagið fjárhagslega af því að við erum að fá það mikið í áheit, og svo er þetta bara svo skemmtilegur og jákvæður viðburður. Það er hægt að búa til svo skemmtilega stemningu í kringum þetta, líka í hópi þeirra sem eru ekki að hlaupa heldur standa á hliðarlínunni, eru að hvetja og fylgjast með þessu fólki sem er að leggja mikið á sig.“ Gréta bendir á að margir hlauparanna hafi mjög persónulega ástæðu fyrir áheitasöfnuninni, raunveruleika tengdan veikindum barna. „Veikindin hafa áhrif á alla fjölskylduna. Núna er til dæmis sú sem er búin að safna mest í okkar hópi er mamma drengs sem er búin að vera í baráttunni undanfarna mánuði. Þau eru á kafi í því en eru líka að brjóta það upp með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og það er líka svo skemmtilegt.“Þessi mynd er tekin við ræsingu hlaupsins í fyrra.Vísir/HannaSkiptir máli að þakkka hlaupurum SKB hefur samband við alla hlauparana sem safna áheitum fyrir félagið ár hvert. „Við setjum okkur í samband við hlauparana í gegnum Hlaupastyrk. Hlaupastyrkur er farvegur sem er náttúrulega bara ómetanlegur og við værum ekki að fá þessi áheit ef hlaupastyrkur væri ekki. Við höfum samband við hvern einasta hlaupara og þökkum honum fyrir að velja okkar félag. Svo erum við með Facebook hóp og biðjum alla að ganga í hópinn á Facebook. Svo höfum við samband við þau þar og segjum líka frá því að við verðum með hvatningarhóp.“ Gréta segir að félagið sé líka í Laugardalshöllinni þegar hlaupararnir sækja hlaupagögnin sín. „Við hvetjum hlauparana til að koma við hjá okkur og erum með eitthvað smotterí handa þeim. Við vorum með boli handa öllum í fyrra og erum með tattú. Fyrst og fremst viljum við hitta þá og þakka þeim fyrir því þetta skiptir svo miklu máli. Auðvitað eru margir að safna litlum fjárhæðum en það safnast þegar saman kemur.“ Hún er sjálf ekki hlaupari en er alltaf á hliðarlínunni í hlaupinu á hverju ári og hvetur hlauparana áfram. „Maður er oft með kökk í hálsinum þegar þetta fólk hleypur fram hjá. Þá er ég ekki að tala um mitt félagsfólk endilega, heldur er maður búinn að lesa sögurnar og sjá hvað þetta fólk er að leggja á sig og í hverju það er búið að lenda.“ Hún segir mikilvægt að þakka hlaupurunum fyrir að leggja þetta á sig og fyrir að velja þeirra málstað. Hópurinn verður við Olís í Ánanaustum og vonar Gréta að sem flestir mæti með þeim að hvetja hlauparana á laugardag. „Það sem við gerum fyrir okkar félagsmenn er fyrst og fremst að styrkja fólk til uppbyggingar og heilsueflingar, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Foreldrarnir og systkinin og börnin sjálf þurfa oft á því að halda og þurfa að passa upp á sig. Við erum til dæmis að greiða fyrir sálfræðiaðstoð.“Lést aðeins níu ára gömul Sjálf hefur Gréta verið í félaginu frá árinu 2007 þegar dóttir hennar veiktist. „Ég lenti í því að dóttir mín greindist með heilaæxli og dó nokkrum vikum seinna. Hún var tæplega níu ára. Ég segi nú að fyrst að þetta þurfti að koma fyrir mann þá þakka ég fyrir að lenda í öryggisnetinu hjá þessu félagi, þetta er ofsalega gott félag. Við reynum að grípa fólk þegar það lendir í þessu. Sem betur fer fá flestir að fara heim aftur með börnin sín, þau læknast lang flest þó að baráttan og meðferðin sé mjög erfið í mörgum tilfellum.“ Gréta hvetur þá sem hafa kost á til þess að velja sér hlaupara eða hlaupahóp til þess að heita á. Mörg félagana treysta algjörlega á styrki sem þessa. „SKB fær enga beina opinbera styrki og við erum að reka félagið alfarið fyrir svona söfnunarfé, sjálfsaflafé okkar og gjafafé bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það gengur vel en það er bara svo mikil þörf. Þegar fólk lendir í þessu þá er þetta svo mikið rask að það þarf að hjálpa fólki.“Safnast hafa meira en 73,7 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 2,6 milljónir fyrir SKB. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira