Eflir konur í Afríku innblásin af framtaki áttræðs femínista Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 12:00 Sonja Hrund er nýorðin þrítug. Hún segir það vissulega mjög skrítið að halda út í óvissuna með þessum hætti. Hún hafi lengi stefnt að því að vinna að málefnum kvenna í þróunarlandi. Sonja Hrund Ágústsdóttir, starfsmaður fastanefndar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í París, hleypur til styrktar heldur óvenjulegu málefni í Reykjavíkurmaraþoninu komandi helgi. Sonja Hrund mun hlaupa hálft maraþon til styrktar samtökum í Senegal sem vinna að vernd kvenréttinda. Samtökin heita La Liane og hafa verið starfandi í norðurhluta Senegal, í Saint Louis, í 12 ár. „Ég á one way miða til Dakkar þann 14. október,“ segir Sonja sem hefur ekki ákveðið hve lengi hún ætlar að dvelja ytra. Í það minnsta þrjá mánuði til að byrja með. „Ég kynntist þessum samtökum fyrir algjöra tilviljun þegar ég var á ferðalagi í Senegal í febrúar. Ég gekk framhjá gjafaverslun samtakanna og heillaðist strax af starfinu sem þar fór fram, þar sá ég konur vera að vinna að sköpun fallegra muna sem þær seldu síðan í verslunni. Þessar konur höfðu allar lent í ofbeldi og flúið ofbeldisfulla eiginmenn eða fjölskyldur. Samtökin höfðu komið þessum konum til bjargar og aðstoðað þær við að verða fjárhagslega sjálfstæðar svo þær gætu komist út úr ofbeldisfullum aðstæðum. Nú höfðu þær lært nytsamlega iðn og náðu að þéna fé í gegnum sölu sína í versluninni.“„Ég er í sambúð með kærastanum mínum, Matthieu, en ég fer ein til Senegal. Matthieu er sjálfur mikill ævintýramaður og fór m.a. í tveggja ára heimsreisu fyrir nokkrum árum. Hann ætlar að koma í nokkurra vikna heimsókn við lok dvalarinnar.“Fann Senegal í gegnum ástina Í Senegal eru réttindi kvenna tryggð í lögum en í framkvæmd er staða kvenna mjög bágborin að sögn Sonju Hrund. Um 60% senegalískra kvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og um 40% stúlkna séu giftar við 18 ára aldur. Einnig skorti konur almenna þekkingu á réttindum sínum. Sonja er menntaður lögfræðingur og hefur seinustu fjögur árin starfað við mannréttindi á alþjóðlegum vettvangi, bæði innan alþjóðlegrar stofnunar (Evrópuráðsins í Strasbourg) og svo fyrir fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu. „Mannréttindi hafa alltaf átt hug minn allan, sérstaklega kvenréttindi, en ég kláraði nýverið diplómanám í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Ég hef því smátt og smátt verið að færa mig inn á þetta svið og hef lengi haft þann draum að leggja mitt að mörkum til eflingar kvenna,“ segir Sonja Hrund. Hún hefur ákveðin tengsl við Senegal en kærasti hennar, Matthieu, er franskur og á ættir að rekja til Vestur-Afríku. Þannig kynntist hún Senegal.Claude rekur barnaheimili fyrir götubörn og aðstoðar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi.Vantaði tengingu við raunveruleikann „Þegar ég uppgötvaði þessi samtök og hitti forsprakkann að baki þeim, hana Claude Hallégot, fann ég strax að þarna væri ég búin að finna eitthvað sem talaði til mín. Á þessum tíma var ég farin að íhuga að gera stórfenglegar breytingar á eigin lífi og þráði ég að vinna við mannréttindavernd á vettvangi. Eins og ég var ánægð í starfi mínu hjá fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu, fannst mér samt eins og mig vantaði reynslu af því að vinna með því fólki sem nýtur góðs af þeim ýmsu réttindum sem ég hafði verið að tala fyrir. Það sem mig vantaði var tengingu við raunveruleikann eins og hann birtist þeim sem þurfa hvað mest á þessum réttindum að halda.“ Sonja segir Claude vera áttræðan feminísta á eftirlaunum frá fyrra starfi sínu sem skólastjóri í Bretagne í Frakklandi. Hún kom sjálf fyrst til Senegal fyrir 20 árum og ákvað að stofna samtök utan um stofnun skóla og heilsugæslu í litla þorpinu Khandane. Smátt og smátt undu verkefnin upp á sig og nú rekur hún, í gegnum samtökin La Liane, barnaheimili fyrir götubörn og aðstoðar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi.Sonja segist hafa gengið framhjá gjafaverslun samtakanna í Senegal og heillast strax af starfinu.Vissi strax að La Liane væri fyrir sig „Okkur Claude kom einstaklega vel saman og þegar hún sagði mér frá hugmynd sinni um að útvíkka starfsemi La Liane og stofna móttöku- og upplýsingamiðstöð fyrir konur vissi ég strax að þetta væri eitthvað sem ég ætti að taka þátt í. Það eina sem hana vantaði var smá liðsauki og fjármagn. Ég ákvað því að slá til. Ég mun vera sjálfboðaliði hjá La Liane í haust og mun koma þessari miðstöð á fót. Ég vonast til að koma með eins mikið fjármagn og hægt er. Við erum núna komin vel yfir 2000 evrur. Markmiðið var að safna 8000 evrum, en það er nóg til þess að stofna miðstöðina og standa undir rekstri hennar í 11 mánuði. Í kjölfarið gerum við ráð fyrir að það verði auðveldara að afla styrkja frá yfirvöldum og sjóðum, en það er sjálfsagt auðveldara að fá styrki fyrir verkefnum sem þegar er árangur af.“ Sonja segir það vissulega skrýtið að halda út í óvissuna með þessum hætti. „En ég hef lengi stefnt að því að vinna að málefnum kvenna í þróunarlandi. Ég hef bara aldrei lagt í það fyrr en nú. Ætli ég hafi ekki fengið kjarkinn við það að verða þrítug í ár! Hingað til hef ég verið að vinna við mannréttindi en í mikilli fjarlægð frá raunveruleikanum eins og hann birtist þeim sem þurfa mest á mannréttindum að halda. Ég veit ekki alveg hvað tekur við eftir tímann í Senegal en ég er viss um að þessi reynsla á eftir að gagnast mér vel, faglega og persónulega.“Sonja segir markmiðið að safna 8000 evrum eða um 800 þúsund krónum.Sýnileg á samfélagsmiðlum Þar sem samtökin eru frönsk, skráð í Frakklandi, getur hún ekki safnað í gegnum Hlaupastyrkssíðuna. Sonja Hrund hvetur fólk til að leggja málefninu lið en nánar má kynna sér verkefnið á síðu fjáröflunarinngar. „Ef þið viljið styrkja verkefnið þá mæli ég með því velja sér „perk” þarna hægra megin á síðunni, en þá fáið þið senda litla gjöf í pósti. Allar gjafirnar eru handverk kvennanna sem samtökin vinna með, og öll eru handverkin gerð úr endurunnu plasti. “Sonja Hrund hefur stofnað Instagram síðu og Facebook síðu þar sem verður hægt að fylgjast með verkefninu og ævintýrinu hennar í Senegal. Allt fjármagn sem safnast fer beint í kvennaathvarfið og taka ber fram að Sonja fjármagnar ferðalagið sitt og uppihald sjálf. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sonja Hrund Ágústsdóttir, starfsmaður fastanefndar Íslands gagnvart Evrópuráðinu í París, hleypur til styrktar heldur óvenjulegu málefni í Reykjavíkurmaraþoninu komandi helgi. Sonja Hrund mun hlaupa hálft maraþon til styrktar samtökum í Senegal sem vinna að vernd kvenréttinda. Samtökin heita La Liane og hafa verið starfandi í norðurhluta Senegal, í Saint Louis, í 12 ár. „Ég á one way miða til Dakkar þann 14. október,“ segir Sonja sem hefur ekki ákveðið hve lengi hún ætlar að dvelja ytra. Í það minnsta þrjá mánuði til að byrja með. „Ég kynntist þessum samtökum fyrir algjöra tilviljun þegar ég var á ferðalagi í Senegal í febrúar. Ég gekk framhjá gjafaverslun samtakanna og heillaðist strax af starfinu sem þar fór fram, þar sá ég konur vera að vinna að sköpun fallegra muna sem þær seldu síðan í verslunni. Þessar konur höfðu allar lent í ofbeldi og flúið ofbeldisfulla eiginmenn eða fjölskyldur. Samtökin höfðu komið þessum konum til bjargar og aðstoðað þær við að verða fjárhagslega sjálfstæðar svo þær gætu komist út úr ofbeldisfullum aðstæðum. Nú höfðu þær lært nytsamlega iðn og náðu að þéna fé í gegnum sölu sína í versluninni.“„Ég er í sambúð með kærastanum mínum, Matthieu, en ég fer ein til Senegal. Matthieu er sjálfur mikill ævintýramaður og fór m.a. í tveggja ára heimsreisu fyrir nokkrum árum. Hann ætlar að koma í nokkurra vikna heimsókn við lok dvalarinnar.“Fann Senegal í gegnum ástina Í Senegal eru réttindi kvenna tryggð í lögum en í framkvæmd er staða kvenna mjög bágborin að sögn Sonju Hrund. Um 60% senegalískra kvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og um 40% stúlkna séu giftar við 18 ára aldur. Einnig skorti konur almenna þekkingu á réttindum sínum. Sonja er menntaður lögfræðingur og hefur seinustu fjögur árin starfað við mannréttindi á alþjóðlegum vettvangi, bæði innan alþjóðlegrar stofnunar (Evrópuráðsins í Strasbourg) og svo fyrir fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu. „Mannréttindi hafa alltaf átt hug minn allan, sérstaklega kvenréttindi, en ég kláraði nýverið diplómanám í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands. Ég hef því smátt og smátt verið að færa mig inn á þetta svið og hef lengi haft þann draum að leggja mitt að mörkum til eflingar kvenna,“ segir Sonja Hrund. Hún hefur ákveðin tengsl við Senegal en kærasti hennar, Matthieu, er franskur og á ættir að rekja til Vestur-Afríku. Þannig kynntist hún Senegal.Claude rekur barnaheimili fyrir götubörn og aðstoðar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi.Vantaði tengingu við raunveruleikann „Þegar ég uppgötvaði þessi samtök og hitti forsprakkann að baki þeim, hana Claude Hallégot, fann ég strax að þarna væri ég búin að finna eitthvað sem talaði til mín. Á þessum tíma var ég farin að íhuga að gera stórfenglegar breytingar á eigin lífi og þráði ég að vinna við mannréttindavernd á vettvangi. Eins og ég var ánægð í starfi mínu hjá fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu, fannst mér samt eins og mig vantaði reynslu af því að vinna með því fólki sem nýtur góðs af þeim ýmsu réttindum sem ég hafði verið að tala fyrir. Það sem mig vantaði var tengingu við raunveruleikann eins og hann birtist þeim sem þurfa hvað mest á þessum réttindum að halda.“ Sonja segir Claude vera áttræðan feminísta á eftirlaunum frá fyrra starfi sínu sem skólastjóri í Bretagne í Frakklandi. Hún kom sjálf fyrst til Senegal fyrir 20 árum og ákvað að stofna samtök utan um stofnun skóla og heilsugæslu í litla þorpinu Khandane. Smátt og smátt undu verkefnin upp á sig og nú rekur hún, í gegnum samtökin La Liane, barnaheimili fyrir götubörn og aðstoðar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi.Sonja segist hafa gengið framhjá gjafaverslun samtakanna í Senegal og heillast strax af starfinu.Vissi strax að La Liane væri fyrir sig „Okkur Claude kom einstaklega vel saman og þegar hún sagði mér frá hugmynd sinni um að útvíkka starfsemi La Liane og stofna móttöku- og upplýsingamiðstöð fyrir konur vissi ég strax að þetta væri eitthvað sem ég ætti að taka þátt í. Það eina sem hana vantaði var smá liðsauki og fjármagn. Ég ákvað því að slá til. Ég mun vera sjálfboðaliði hjá La Liane í haust og mun koma þessari miðstöð á fót. Ég vonast til að koma með eins mikið fjármagn og hægt er. Við erum núna komin vel yfir 2000 evrur. Markmiðið var að safna 8000 evrum, en það er nóg til þess að stofna miðstöðina og standa undir rekstri hennar í 11 mánuði. Í kjölfarið gerum við ráð fyrir að það verði auðveldara að afla styrkja frá yfirvöldum og sjóðum, en það er sjálfsagt auðveldara að fá styrki fyrir verkefnum sem þegar er árangur af.“ Sonja segir það vissulega skrýtið að halda út í óvissuna með þessum hætti. „En ég hef lengi stefnt að því að vinna að málefnum kvenna í þróunarlandi. Ég hef bara aldrei lagt í það fyrr en nú. Ætli ég hafi ekki fengið kjarkinn við það að verða þrítug í ár! Hingað til hef ég verið að vinna við mannréttindi en í mikilli fjarlægð frá raunveruleikanum eins og hann birtist þeim sem þurfa mest á mannréttindum að halda. Ég veit ekki alveg hvað tekur við eftir tímann í Senegal en ég er viss um að þessi reynsla á eftir að gagnast mér vel, faglega og persónulega.“Sonja segir markmiðið að safna 8000 evrum eða um 800 þúsund krónum.Sýnileg á samfélagsmiðlum Þar sem samtökin eru frönsk, skráð í Frakklandi, getur hún ekki safnað í gegnum Hlaupastyrkssíðuna. Sonja Hrund hvetur fólk til að leggja málefninu lið en nánar má kynna sér verkefnið á síðu fjáröflunarinngar. „Ef þið viljið styrkja verkefnið þá mæli ég með því velja sér „perk” þarna hægra megin á síðunni, en þá fáið þið senda litla gjöf í pósti. Allar gjafirnar eru handverk kvennanna sem samtökin vinna með, og öll eru handverkin gerð úr endurunnu plasti. “Sonja Hrund hefur stofnað Instagram síðu og Facebook síðu þar sem verður hægt að fylgjast með verkefninu og ævintýrinu hennar í Senegal. Allt fjármagn sem safnast fer beint í kvennaathvarfið og taka ber fram að Sonja fjármagnar ferðalagið sitt og uppihald sjálf.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira