Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2018 22:34 Netta Barzilai, sigurvegar Eurovsion 2018. Vísir/Getty Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði ekki haldin í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Ísraelski fréttavefurinn The Times of Israel greinir frá því að Kan,ríkissjónvarpsstöð Ísrael, skuldi samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, 12 milljónir evra, eða tæplega einn og hálfan milljarð króna. Upprunalegur greiðslufrestur sé nú þegar liðinn, en tekist hafi að semja um að framlengja frestinn til dagsloka 14. ágúst. Fresturinn rennur því út á miðnætti annað kvöld. Ísrael sigraði á ár söngvakeppnina í fyrsta sinn síðan árið 1998, en þá var það söngkonan Dana sem heillaði Evrópu upp úr skónum með laginu Diva. Í ár var það hins vegar söngkonan Netta Barzilai sem bar sigur úr býtum með laginu Toy. Venju samkvæmt hefur sigurvegari keppninnar haldi keppnina árið eftir, en nú gæti farið svo að bregða þurfi út af vananum. Gil Olmer, sjónvarpsstjóri Kan, hefur sent forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu bréf, þar sem hann biðlaði til stjórnvalda um aukna fjárstyrki til þess að geta greitt niður skuldina. Þá sagði í bréfinu að ef ekki tækist að greiða skuldina í tæka tíð væri möguleiki á því að söngvakeppnin yrði ekki haldin í Ísrael næsta vor. Stjórnvöld í landinu hafa þó harðneitað að auka við fjárframlög til Kan og segja að árlegar fjárveitingar til stöðvarinnar eigi að duga fyrir öllum rekstri stöðvarinnar, þar með talinni söngvakeppninni. Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Ísrael vann Eurovision Kýpur í öðru og Austurríki í þriðja. 12. maí 2018 22:45 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verði ekki haldin í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Ísraelski fréttavefurinn The Times of Israel greinir frá því að Kan,ríkissjónvarpsstöð Ísrael, skuldi samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, 12 milljónir evra, eða tæplega einn og hálfan milljarð króna. Upprunalegur greiðslufrestur sé nú þegar liðinn, en tekist hafi að semja um að framlengja frestinn til dagsloka 14. ágúst. Fresturinn rennur því út á miðnætti annað kvöld. Ísrael sigraði á ár söngvakeppnina í fyrsta sinn síðan árið 1998, en þá var það söngkonan Dana sem heillaði Evrópu upp úr skónum með laginu Diva. Í ár var það hins vegar söngkonan Netta Barzilai sem bar sigur úr býtum með laginu Toy. Venju samkvæmt hefur sigurvegari keppninnar haldi keppnina árið eftir, en nú gæti farið svo að bregða þurfi út af vananum. Gil Olmer, sjónvarpsstjóri Kan, hefur sent forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu bréf, þar sem hann biðlaði til stjórnvalda um aukna fjárstyrki til þess að geta greitt niður skuldina. Þá sagði í bréfinu að ef ekki tækist að greiða skuldina í tæka tíð væri möguleiki á því að söngvakeppnin yrði ekki haldin í Ísrael næsta vor. Stjórnvöld í landinu hafa þó harðneitað að auka við fjárframlög til Kan og segja að árlegar fjárveitingar til stöðvarinnar eigi að duga fyrir öllum rekstri stöðvarinnar, þar með talinni söngvakeppninni.
Eurovision Tengdar fréttir Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Ísrael vann Eurovision Kýpur í öðru og Austurríki í þriðja. 12. maí 2018 22:45 Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30