Veiðimenn á vesturlandi biðja um rigningu Karl Lúðvíksson skrifar 13. ágúst 2018 11:43 Norðurá er ein þeirra laxveiðiáa sem er orðin ansi vatnslítil. Myndin er af ánni í kjörvatni. Þetta sumar hefur einkennst af miklum öfgum í vatni og eftir þrálátar rigningar sem settu árnar á flot er nú beðið um rigningu. Það hefur ekkert rignt í góðann tíma á vesturlandi en það úrkomuleysi er farið að hafa heldur betur áhrif á dragárnar í dölunum og eins árnar sem þurfa reglulegar rigningar í Borgarfirði. Laxveiðiárnar í dölunum eru orðnar það vatnslitlar að þær eru komnar í grjót eins og það er kallað og sama á við um nokkrar ár í Borgarfirði. rennslið í Norðurá er til að mynda ekki beysið en þetta getur og hefur mikil áhrif á veiðina enda er ansi erfitt að fá laxinn til að taka í þessum skilyrðum. Það er ekki mikil breyting á veðri næstu vikuna og ólíklegt að það eigi eftir að rigna nokkuð svo það er ljóst að ástandið á ekki eftir að skána neitt. Það er þá helst að horfa með bjartsýnum augum á haustið en ef það rignir hressilega í september eins og oft áður getur veiðin í dölunum orðið ævintýralega góð og líklega eru þeir veiðimenn sem eiga bókaða daga t.d. í Laxá í Dölum, Haukadalsá og Fáskrúð farnir að leggjast á bæn og biðja um ríflegar síðsumarsrigningar. Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði
Þetta sumar hefur einkennst af miklum öfgum í vatni og eftir þrálátar rigningar sem settu árnar á flot er nú beðið um rigningu. Það hefur ekkert rignt í góðann tíma á vesturlandi en það úrkomuleysi er farið að hafa heldur betur áhrif á dragárnar í dölunum og eins árnar sem þurfa reglulegar rigningar í Borgarfirði. Laxveiðiárnar í dölunum eru orðnar það vatnslitlar að þær eru komnar í grjót eins og það er kallað og sama á við um nokkrar ár í Borgarfirði. rennslið í Norðurá er til að mynda ekki beysið en þetta getur og hefur mikil áhrif á veiðina enda er ansi erfitt að fá laxinn til að taka í þessum skilyrðum. Það er ekki mikil breyting á veðri næstu vikuna og ólíklegt að það eigi eftir að rigna nokkuð svo það er ljóst að ástandið á ekki eftir að skána neitt. Það er þá helst að horfa með bjartsýnum augum á haustið en ef það rignir hressilega í september eins og oft áður getur veiðin í dölunum orðið ævintýralega góð og líklega eru þeir veiðimenn sem eiga bókaða daga t.d. í Laxá í Dölum, Haukadalsá og Fáskrúð farnir að leggjast á bæn og biðja um ríflegar síðsumarsrigningar.
Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði