Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaðan sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/ Heiður Óladóttir Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Grundarfjörður Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Grundarfjörður Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira