Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2018 20:50 Grindhvalavaðan sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/ Heiður Óladóttir Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Grundarfjörður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Eftir því var tekið fyrr í dag að grindhvalavaða hafði álpast inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. Óalgengt er að grindhvalir leiti inn í firði en í Kolgrafafirði eru þeir nú fastir líklega vegna sjávarstrauma. Kallað var til björgunarsveitar og voru það björgunarsveitarmenn frá Klakki í Grundarfirði sem mættu á staðinn með tvo gúmmíbáta um sexleytið í kvöld. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tilraunir þeirra til að koma hvölunum undir brúna yfir fjörðinn og út á haf gengið erfiðlega og kallað var eftir liðsauka frá sveitunum í kring. Stuttu eftir að kallað var eftir liðsauka tókst þó að koma hvölunum undir brúnna. Að sögn Einars Strand, formanns svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, virtist sem að einn hvalanna hafi ákveðið að synda undir og vaðan hafi fylgt í kjölfarið. „Það er svona þegar maður er búinn að ákveða að bæta í, þá bara gerist það“ sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að um 10 manns hafi verið að störfum á 2 gúmmíbátum. Mikill fjöldi fólks stóð á brúnni og fylgdist með aðgerðum björgunarsveitarinnar, lögregla var við brúna og hægði á umferð og gætti öryggis áhorfenda. Einar sagði að þó að aðgerðum væri lokið eins og er væri aldrei að vita hvað vaðan gerir næst. Kolgrafafjörður sem er næsti fjörður austan við Grundarfjörð var mikið í fréttum veturinn 2012-2013 vegna annars sjávardýrs, en þá varð í tvígang mikill síldardauði í firðinum sökum súrefnisskorts. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Grundarfjörður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira