Segir lausnina vera lítinn plástur á stórt vandamál Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. ágúst 2018 08:00 Úr gistiskýli fyrir utangarðsfólk. Fréttablaðið/Anton Brink Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkur kom saman til fundar í gær vegna þeirrar stöðu sem uppi er í málefnum heimilislausra og utangarðsfólks. Einstaklingum úr þeim hópi var boðið á fundinn auk hagsmunaaðila. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir boðaðar aðgerðir lítinn plástur á stórt samfélagslegt vandamál. Fyrir sléttum mánuði skilaði umboðsmaður Alþingis áliti um málið að lokinni frumkvæðisathugun á því. Niðurstaða hans var að víða væri pottur brotinn í málaflokknum og sveitarfélög, þá sérstaklega Reykjavík, væru ekki að sinna því hlutverki nægilega vel sem lög fela þeim. Um 350 manns eru heimilislausir eða utangarðs í borginni nú og hefur hópurinn ríflega tvöfaldast að stærð á síðustu sex árum. Á fundinum í gær var ákveðið að stefna á að opna annað gistiskýli fyrir unga karlmenn í vímuefnaneyslu. Borgin mun kaupa gistiheimili með um 25 íbúðum fyrir þennan hóp og gæti það verið komið í rekstur innan þriggja mánaða. Þá verður stofnaður stýrihópur utan um málefnið. „Það dýrmætasta var þetta samtal við þessa aðila sem við buðum til fundarins,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Það þarf að vera meira samtal á milli ríkis og borgar, hagsmunaaðila og notendanna sjálfra.“ Egill Þór Jónsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir ekki nægilega stórt skref hafa verið stigið á fundinum. Tillögur meirihlutans séu á algjörum byrjunarreit. „Til að mynda veldur það miklum vonbrigðum að ekki var unnt að samþykkja tillögu stjórnarandstöðuflokkanna um dagskýli fyrir heimilislausa sem mikil þörf er fyrir,“ segir Egill Þór. „Það eru vonbrigði að ekki voru allar þær tillögur til lausnar vandans sem lagðar voru fram af stjórnarandstöðuflokkunum á aukafundi borgarráðs í síðasta mánuði teknar fyrir á fundi velferðarráðs í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28 Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Segja meirihlutann hafa fengist til að viðurkenna húsnæðisvanda Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur í borgarráði í gær bar ekki þann árangur sem vonir stóðu til um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum vegna neyðarfundar borgarráðs. 1. ágúst 2018 11:28
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Koma saman til að ræða málefni heimilislausra Fundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir í ráðhúsinu. Þangað hafa verið boðaðir fulltrúar tuttugu hópa sem tengjast málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. 10. ágúst 2018 13:04