Japanskar lausnir geta hentað á Þingeyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 19:45 Mikil gróska hefur verið í nýsköpunar og listastarfi á Þingeyri að undanförnu. Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira
Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira