Grísk píta með ljúffengu nautakjöti og tzatziki sósu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2018 20:45 Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Pítur eru ómótstæðilega góðar og þessi píta með grískum blæ er sérlega góð. Nautakjötið verður ferskara með mintunni og tzatziki sósunni. Það er líka mikið sport fyrir hvern og einn að setja saman sína eigin pítu eftir smekk hvers og eins,“ segir Eva Laufey. 600 g nautakjöt 1 msk ólífuolía 2 stk hvítlauksrif 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cuminkrydd Salt og pipar 1 msk smátt söxuð minta Börkur af hálfri sítrónu Pítubrauð Ferskt salat Agúrka Svartar ólífur Rauðlaukur Hreinn fetaostur 1 skammtur tzatziki sósa, uppskrift hér að neðanAðferð: Skerið nautakjötið í jafn þykkar sneiðar. Kryddið kjötið með paprikukryddi, cuminkryddi, salti, pipar, smátt saxaðri mintu og rífið niður börk af hálfri sítrónu yfir. Sáldrið ólífuolíu yfir kjötið og steikið á mjög heitri pönnu í 3 – 4 mínútur á hvorri hlið. Hvílið kjötið í lágmark fjórar mínútur áður en þið skerið það niður. Setjið kjötið á fallegan bakka eða disk og berið fram með pítubrauði, tzatziki sósu, grænmeti og hreinum fetaosti.Tzatziki sósa ½ agúrka 300 g grískt jógúrt 2 hvítlauksrif 1 msk smátt söxuð minta 1 tsk hunang 2 msk sítrónusafi Salt og piparAðferð: Setjið gríska jógúrt í skál, rífið niður agúrku og hvítlauk og blandið vel saman. Saxið niður mintu og bætið henni einnig saman við ásamt hinum hráefnunum. Blandið öllum hráefnum afar vel saman og smakkið ykkur til með salti og pipar. Uppskriftir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn. „Pítur eru ómótstæðilega góðar og þessi píta með grískum blæ er sérlega góð. Nautakjötið verður ferskara með mintunni og tzatziki sósunni. Það er líka mikið sport fyrir hvern og einn að setja saman sína eigin pítu eftir smekk hvers og eins,“ segir Eva Laufey. 600 g nautakjöt 1 msk ólífuolía 2 stk hvítlauksrif 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cuminkrydd Salt og pipar 1 msk smátt söxuð minta Börkur af hálfri sítrónu Pítubrauð Ferskt salat Agúrka Svartar ólífur Rauðlaukur Hreinn fetaostur 1 skammtur tzatziki sósa, uppskrift hér að neðanAðferð: Skerið nautakjötið í jafn þykkar sneiðar. Kryddið kjötið með paprikukryddi, cuminkryddi, salti, pipar, smátt saxaðri mintu og rífið niður börk af hálfri sítrónu yfir. Sáldrið ólífuolíu yfir kjötið og steikið á mjög heitri pönnu í 3 – 4 mínútur á hvorri hlið. Hvílið kjötið í lágmark fjórar mínútur áður en þið skerið það niður. Setjið kjötið á fallegan bakka eða disk og berið fram með pítubrauði, tzatziki sósu, grænmeti og hreinum fetaosti.Tzatziki sósa ½ agúrka 300 g grískt jógúrt 2 hvítlauksrif 1 msk smátt söxuð minta 1 tsk hunang 2 msk sítrónusafi Salt og piparAðferð: Setjið gríska jógúrt í skál, rífið niður agúrku og hvítlauk og blandið vel saman. Saxið niður mintu og bætið henni einnig saman við ásamt hinum hráefnunum. Blandið öllum hráefnum afar vel saman og smakkið ykkur til með salti og pipar.
Uppskriftir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira