Draumur að spila með Magga Benedikt Bóas skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Vintage Caravan spilaði með Magga Kjartans á Eistnaflugi árið 2015 og tókst með þeim góður vinskapur. „Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00
Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00