Draumur að spila með Magga Benedikt Bóas skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Vintage Caravan spilaði með Magga Kjartans á Eistnaflugi árið 2015 og tókst með þeim góður vinskapur. „Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
„Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00
Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00