Vill hærri gjaldtöku að norskri fyrirmynd auk auðlindagjalds Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. ágúst 2018 07:45 Sjókvíaeldi er mjög umdeilt vegna áhrifa þess á umhverfið og lífríkið í nágrenni þess. Mynd/Erlendur Gíslason Ríkissjóður myndi hafa gríðarlegar tekjur af framleiðslu fiskeldisfyrirtækja færi Ísland sömu leið og Norðmenn í gjaldtöku fyrir rekstrar- og framleiðsluleyfi í laxeldi. Í vor gáfu Norðmenn út ný leyfi fyrir laxeldi. Þriðjungi framleiðsluaukningar var skipt milli fyrirtækja á föstu verði á hvert tonn og tveir þriðju aukningarinnar fóru á uppboð. Fasta verðið jafngildir 1,5 milljónum fyrir hvert tonn en meðalverðið fyrir tonnið á uppboði Norðmanna jafngildir 2,5 milljónum íslenskra króna. Væri þessi leið farin hér á landi hefðu þau 36 þúsund tonn sem heimilt er að framleiða hér á landi skilað að lágmarki 54 milljörðum í ríkissjóð. Verð fyrir rekstrar- og framleiðsluleyfi í fiskeldi hér á landi eru hins vegar eingöngu ætluð til að standa straum af kostnaði stofnana við leyfisveitinguna og er ekki hugsað sem tekjulind fyrir ríkissjóð. Í frumvarpi sem lagt verður fram á komandi þingi verður mælt fyrir um auðlindagjald í laxeldi og búast má við að horft verði til tillagna starfshóps um málefnið sem lagði til að gjaldið yrði 15.000 krónur á tonnið. Slíkt gjald myndi skila ríkissjóði rúmum hálfum milljarði á ári ef framleiðsluheimildir fyrirtækjanna væru að fullu nýttar. Íslensk fiskeldisfyrirtæki eru nú að stærstum hluta komin í eigu norskra félaga og hafa íslenskir eigendur fyrirtækjanna hagnast gríðarlega á sölu hluta sinna í þessum fyrirtækjum til Norðmanna. Greint var frá því í Markaðinum á miðvikudaginn að Arnarlax, sem er að stærstum hluta í eigu norskra fyrirtækja, hefði aukið hlutafé sitt um 2,4 milljarða og stefndi á skráningu í norsku Kauphöllina, en hið nýja hlutafé kemur bæði frá núverandi hluthöfum og nýjum hluthöfum frá Noregi og Svíþjóð. Meðal fyrirtækja sem tóku þátt í fyrrnefndu uppboði í Noregi var móðurfélag Arnarlax sem greiddi tæpa 5 milljarða fyrir leyfi til að framleiða rúm 2.000 tonn í Noregi. Stundin greindi frá þessu. Dótturfyrirtækið Arnarlax greiðir hins vegar ekkert til íslenska ríkisins fyrir þau 20.000 tonn sem fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða hér á landi. „Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, aðspurð um áhyggjur af líkindum þessarar þróunar við svokallað gjafakvótakerfi. Hún segir málið hafa verið til umræðu hjá nefndinni í vetur og verða aftur á dagskrá næsta vetur en tveggja frumvarpa er að vænta. Annars vegar um auðlindagjaldið og hins vegar um ýmsa þætti framleiðslunnar. „Mér finnst sjálfsagt að skoða leyfisgjaldið og horfa þar til Norðmanna og þeirra upphæða sem þeir eru að taka fyrir leyfin, en það tæki alltaf eingöngu til nýrra leyfa. Það sem ég hefði viljað gera er að horfa á þetta sem nýtingu á sameiginlegri auðlind, sem er hafið. Þess vegna finnst mér að auk endurskoðunar á leyfisgjaldinu eigi að taka upp auðlindagjald sem leggist á öll fyrirtæki, bæði þau sem þegar eru í rekstri og þau sem kunna að koma ný inn í greinina,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Í greinum um atvinnugreinina sem birst hafa eftir Kolbein í Kjarnanum að undanförnu fjallar hann um kosti auðlindagjalds í laxeldi og hvernig megi með gjaldtökunni nýta hagræna hvata í átt að umhverfisvænni framleiðslu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Ríkissjóður myndi hafa gríðarlegar tekjur af framleiðslu fiskeldisfyrirtækja færi Ísland sömu leið og Norðmenn í gjaldtöku fyrir rekstrar- og framleiðsluleyfi í laxeldi. Í vor gáfu Norðmenn út ný leyfi fyrir laxeldi. Þriðjungi framleiðsluaukningar var skipt milli fyrirtækja á föstu verði á hvert tonn og tveir þriðju aukningarinnar fóru á uppboð. Fasta verðið jafngildir 1,5 milljónum fyrir hvert tonn en meðalverðið fyrir tonnið á uppboði Norðmanna jafngildir 2,5 milljónum íslenskra króna. Væri þessi leið farin hér á landi hefðu þau 36 þúsund tonn sem heimilt er að framleiða hér á landi skilað að lágmarki 54 milljörðum í ríkissjóð. Verð fyrir rekstrar- og framleiðsluleyfi í fiskeldi hér á landi eru hins vegar eingöngu ætluð til að standa straum af kostnaði stofnana við leyfisveitinguna og er ekki hugsað sem tekjulind fyrir ríkissjóð. Í frumvarpi sem lagt verður fram á komandi þingi verður mælt fyrir um auðlindagjald í laxeldi og búast má við að horft verði til tillagna starfshóps um málefnið sem lagði til að gjaldið yrði 15.000 krónur á tonnið. Slíkt gjald myndi skila ríkissjóði rúmum hálfum milljarði á ári ef framleiðsluheimildir fyrirtækjanna væru að fullu nýttar. Íslensk fiskeldisfyrirtæki eru nú að stærstum hluta komin í eigu norskra félaga og hafa íslenskir eigendur fyrirtækjanna hagnast gríðarlega á sölu hluta sinna í þessum fyrirtækjum til Norðmanna. Greint var frá því í Markaðinum á miðvikudaginn að Arnarlax, sem er að stærstum hluta í eigu norskra fyrirtækja, hefði aukið hlutafé sitt um 2,4 milljarða og stefndi á skráningu í norsku Kauphöllina, en hið nýja hlutafé kemur bæði frá núverandi hluthöfum og nýjum hluthöfum frá Noregi og Svíþjóð. Meðal fyrirtækja sem tóku þátt í fyrrnefndu uppboði í Noregi var móðurfélag Arnarlax sem greiddi tæpa 5 milljarða fyrir leyfi til að framleiða rúm 2.000 tonn í Noregi. Stundin greindi frá þessu. Dótturfyrirtækið Arnarlax greiðir hins vegar ekkert til íslenska ríkisins fyrir þau 20.000 tonn sem fyrirtækið hefur leyfi til að framleiða hér á landi. „Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, aðspurð um áhyggjur af líkindum þessarar þróunar við svokallað gjafakvótakerfi. Hún segir málið hafa verið til umræðu hjá nefndinni í vetur og verða aftur á dagskrá næsta vetur en tveggja frumvarpa er að vænta. Annars vegar um auðlindagjaldið og hins vegar um ýmsa þætti framleiðslunnar. „Mér finnst sjálfsagt að skoða leyfisgjaldið og horfa þar til Norðmanna og þeirra upphæða sem þeir eru að taka fyrir leyfin, en það tæki alltaf eingöngu til nýrra leyfa. Það sem ég hefði viljað gera er að horfa á þetta sem nýtingu á sameiginlegri auðlind, sem er hafið. Þess vegna finnst mér að auk endurskoðunar á leyfisgjaldinu eigi að taka upp auðlindagjald sem leggist á öll fyrirtæki, bæði þau sem þegar eru í rekstri og þau sem kunna að koma ný inn í greinina,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Í greinum um atvinnugreinina sem birst hafa eftir Kolbein í Kjarnanum að undanförnu fjallar hann um kosti auðlindagjalds í laxeldi og hvernig megi með gjaldtökunni nýta hagræna hvata í átt að umhverfisvænni framleiðslu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira