Fornleifadagur í Arnarfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:30 Hér er Margrét Hrönn nýbúin að grafa upp stóran og heillegan meitil sem fannst í skálanum. Mynd/Björk Magnúsdóttir Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er í matartíma og meira að segja að lesa nýútkomin blöð þegar hún er tekin tali vestur í Arnarfirði. „Við fáum okkur snarl í hádeginu en eldum á kvöldin,“ segir hún glaðlega og á þar við hópinn sem vinnur að uppgreftri á víkingaskála að Auðkúlu. Margrét og hennar lið ætla að taka á móti gestum og gangandi í dag, laugardag, og segja frá rannsóknum sínum þar vestra. Dagskráin hefst klukkan 14 með stuttum fyrirlestri í kapellunni á Hrafnseyri. Eftir það verður leiðsögn um rannsóknarsvæðið á Hrafnseyri og sagt frá því sem þar hefur fundist, sem er meðal annars lítill skáli sem grafinn var upp á árunum 1977 og ’78. Hann er kenndur við konu að nafni Grélöð. Síðan verður haldið að Auðkúlu, sem er í um kílómetra fjarlægð. Þar gefst tækifæri til að skoða leifar 23 metra langs landnámsskála frá 9. eða 10. öld sem nú er unnið að rannsóknum á. Spurð hvort eitthvað fémætt hafi fundist í grunninum, svarar Margrét: „Við erum búin að finna silfurhring, rosalega fallegan, alveg heilan með hnút, svo höfum við fundið tvo snældusnúða, níu perlur, exi, tvo hnífa og stóran meitil. Líka silfurberg, sem eru siglingarsteinar og margt fleira. Við höfum verið að grafa upp öskuhauginn í sumar og beinin þar gefa vísbendingar um að mataræði fólks hafi verið fjölbreytt.“ Skyldi hafa verið vitað um þessar fornu mannvistarleifar lengi? „Í neðanmálsgrein í jarðabókinni frá 1710 er getið um að gjall og sindur sjáist á yfirborði á svæði í Arnarfirði sem kallist Partur og höfundur veltir fyrir sér hvort þar hafi menn búið til forna. Svo er það bara bóndinn, Hreinn Þórðarson á Kúlu, sem fór að spá í þetta fyrir fáum árum. Hann sá móta fyrir einhverju og hafði samband við Guðnýju Zoëga, fornleifafræðing í Skagafirði, og hún mældi svæðið upp. Hún er vinkona mín.“ Margrét kveðst hafa verið að vinna á Hrafnseyri á þeim tíma og ákveðið að gera könnunarskurði. „Ég er búin að vita af skálanum síðan 2013. Sótti svo um styrk til að skoða svæðið nánar. Fyrst rannsökuðum við járnvinnslusvæði sem er hér skammt frá. Þar voru fjórir ofnar sem við grófum upp og kolagrafir. Við erum líka búin að rannsaka lítið bænhús en eigum eftir fjós og smiðju. Það verður líklega gert næsta sumar.“ Margrét er Hvergerðingur og býr í Ölfusi en kveðst hafa unnið á vegum Náttúrustofu Vestfjarða frá 2009, oft fyrir vestan en líka víðar á landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira