Kýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 12:00 Kýrnar eru vel merktar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskin. Mynd/Skarphéðinn G. Þórisson, Náttúrustofu Austurlands Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira
Þau leiðu tíðindi bárust í vikunnni að GPS-merkta hreindýrakýrin Linda og heiðagæsin Kristín urðu fyrir slysaskoti. Forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands segir mikilvægt að veiðimenn láti vita og skili staðsetningarbúnaði þegar slysaskot verða. Greint var frá tíðindunum á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands í gær en Kristín Ágústssdóttir, forstöðumaður, segir dýrmætt að hafa fengið GPS-tækin til baka. Hún segir stofnunina eiga í góðu samstarfi við hreindýraleiðsögumenn til að reyna að koma í veg fyrir að slík slysaskot verði. „Við erum sem sagt með sex merktar GPS-kýr, það eru kýr sem ganga með hálskraga með GPS-tækjum í. Þær eru vel auðþekkjanlegar með hálskraga sem er í skærum litum og með endurskini þannig að við höfum verið í góðu samstarfi við hreindýraeftirlitsmenn, eftirlitsmenn með veiðum og vakið athygli á því hvar þær eru svona sirka hvar þær eru til þess að menn geti dregið úr áhættunni á því að veiða þær,“ segir Kristín. „En því miður var hún bara í felum milli annarra í kúahóp sem var skotið úr og varð þar fyrir slysaskoti og er því öll, blessunin hún Linda.“ Stefnt er að því að merkja nýtt dýr við fyrsta tækifæri í vetur. „Það eru fá dýr sem hafa gengið með GPS-tæki og þetta eru eingöngu sex kýr núna þannig auðvitað er þetta leiðinlegt af því að þetta eru ofboðslega áhugaverðar og merkilegar niðurstöður eða gögn sem þær eru að safna,“ útskýrir Kristín. Þá var ekki langt liðið á gæsaveiðitímann þegar GPS-merkt heiðagæs var skotin, en Kristín var einmitt stödd á Vesturöræfum við rannsóknir tengdum GPS-gæsunum þegar fréttastoða náði af henni tali. „Það var hún Kristín nafna mín sem að varð fyrir skoti en þar náttúrlega eru þær illþekkjanlegar þegar er verið að veiða í rökkri og svona. Þá er erfitt að sjá þær frá öðrum gæsum þó þær séu með hálskraga líka eða svona lítið hálsband með GPS-senditæki. Þannig að það er í sjálfu sér eðlilegt kannski, eða má búast við því að þær falli einhverjar á gæsaveiðitímanum,“ segir Kristín. Í báðum tilfellum tilkynntu veiðimenn um slysaskotin og skiluðu tækjunum til Náttúrustofu Austurlands.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira